Laugardagur, 15. apríl 2006
Kjóllinn ÖSKRAÐI á mig!!
Jæja árshátíðarkjóllinn er kominn í hús! Ég fékk ekki Heather Mills kjóllinn en ég fékk annan ekki síðri!! Fór sem sagt í Kringluna í dag, var búin að fara í nokkrar búðir ( þar á meðal Karen Miller) þegar ég labbaði inn í Centrum og ....ég gekk að honum eins og í leiðslu enda stóð nafnið mitt nánast á honum og ekki skemmdi það fyrir að afgreiðslustúlka kom strax aðvífandi og næstum hrópaði - " já þessi er ÆÐISLEGUR" við fengum örfáa svona kjóla og þeir eru að verða búnir" .. ég mátaði kjólinn og hann smellpassaði að sjálfsögðu - enda var ég búin að sjá það, vissi strax að þarna var kjóllinn komin. Hann kostaði nokkra þúsundkalla en ég þarf þó ekki að lifa á súpu og brauði það sem eftir er mánaðarins. Er rosalega ánægð með kjólinn og hlakka ekkert smá til að skarta honum á árshátíðinni um næstu helgi! Og nú er bara að finna jakka og skó við hann...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.