Mánudagur, 25. september 2006
Geitungarnir eru í Árbæ
Ég fór í apótekið í Árbæ áðan. þar sem ég stend við búðarborðið, þá kemur fljúgandi þessi líka stóri geitungur inn um opnar dyrnar, tekur strikið fram hjá mér og flýgur bakvið hjá afgreiðslufólkinu. Önnur afgreiðsludaman hryllir sig og setur upp skelfingasvip sem mér fannst ekki skrýtið miða við stærð kvikindisins. Ég bjó í Hraunbæ í tvo ár fyrir nokkrum árum og ég veit að geitungarnir lifa góðu lífi í Árbænum. Á sumrin brást ekki að kæmu inn um gluggann 10-15 stykki á dag, sérstaklega síðari hluta sumars eða í byrjun hausts þegar að aðeins var byrjað að kólna úti.
Ég bý í Grafarvoginum í dag og ég hef ekki séð einn einasta geitung þar sem ég bý þessi tvö og hálfa ár sem ég hef búið þar. Skýringin á þessu held ég að hljóti að vera annarsvegar gróðraleysið í mínu hverfi og hinsvegar sá mikli gróður sem er í Árbæ. Ég bjó einu sinni í miðbæ Reykjavíkur og þar er líka ótrúlega mikið af geitungum enda gamallt hverfi og mikið af gömlum háum trjám og gróðri.
Ég er mjög fegin þessu geitungaleysi, var stundum að fara á límingunum á göngutúrum mínum um árbæjarhverfið þegar að geitungarnir svifu í kringum mig og barnið mitt sem þá var bara nokkurra mánaða gamalt. Nú þarf ég bara að berjast við kóngulær í garðinum en sætti mig vel við það.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.