Fitness - Laugardaginn 24. nóvember

Tilbúin Þá er þessu lokið.  Því miður komst ég ekki á pall og þar sem ég er mjög kröfuhörð á sjálfa mig og var búin að leggja mikið á mig fyrir keppnina, var fallið  hátt.  Ég verð að viðurkenna að ég er ekki sátt við úrslitin.  Samgleðst þó stelpunum innilega sem komust á pallinn. Í kvöld fæ ég vonandi að vita meira um dómana, hvað það var sem að réði úrslitum.  Sumir segja aldurinn en ég var 18 árum eldri en sú sem var næst mér. 

Eftir mótið fórum ég og kallinn  á Amerikan Style upp á höfða og ég fékk mér stóran borgara með frönskum og sósu!!  Ummm..... þvílík nautn!  Fórum svo bara heim og þar sem ég var mjög þreytt þá fórStutt í keppni ég að sofa fljótlega.

 

Ég hef svo eytt deginum í dag í algjörri leti, borðað nammi og var að enda við Devitos pizzu Tounge.  Þið trúið ekki hvað það er gott (og gaman) að geta borðað það sem manni langar í.  

Ástarþakkir til ykkar sem hafið fylgst með mér í undirbúningnum og veitt mér andlegan stuðning og takk innilega þið sem hafið sent mér uppbyggileg sms skilaboð eftir mótið - þetta  er ekki lítils virði! Heart KissingHeartKissingHeart

Svart bikiní

 Litað bikiní

 

 

 

 

 

Ég í sundbolnum

 

 

 

 

 

 

Tískusýningin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku besta Ester. Tek undir með Lísu ... til lukku með þig. Auðvitað hefði maður viljað "pallinn" fyrir þig, því maður studdi þig algjörlega. En þú varst alveg æðislega frábær í öllum undirbúningi, á þessum tíma ... þú hlýtur að geta horft á þig í spegli og sagt: Mikið rosalega er ég frábær!!! (um leið og þú sleikir um munnvikið síðustu leifar af hamborgarasósu og pizzuleifum!! )

Takk fyrir myndirnar, og til hamingju með þig!

Knús og kossar frá Akureyri!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 21:56

2 identicon

Mér finnst þú vera sigurvegari samt sem áður fyrir að halda þetta út í öllum undirbúningnum. Það þarf engann smá viilja, aga og ávkeðni til að taka þátt í svona móti.
Og það er sigur út af fyrir sig.
Mikið meiri vilja en margir gera sér grein fyrir.

Ég hugsaði hlýlega til þín og að sjálfsögðu hélt ég með þér.

Þú kemur allavega reynslunni ríkari til baka og ég trúi á að þú mætir reynslunni ríkari á næsta mót, þú veist núna hvað þarf til og jú þetta var ákveðið með stuttum fyrirvara hjá þér í þetta skiptið.

í mínum huga ertu sigurvegari að hafa getað þetta.

Jóna Júl (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 22:47

3 identicon

GELLAAAAAAH ! - VÁ !!!

Hvursu vel getur ein manneskja litið út ?! Þú ert baaaara flott (og hot!) á myndunum og mér gæti ekki verið meira sama um hverjar þessir dómarar völdu á pallinn þú ert lang-flottust og þú hlýtur bara að geta litið í spegil og sagt sjálfri þér nákvæmlega það!

Þú lítur ótrúlega vel út og ég veit ekki hvað ég gæfi ekki fyrir að eiga bara smá brota-brot af viljanum og sjálfsaganum sem þú hefur.  Ég hef aldrei fylgst með neinu fitness-tengdu fyrr en ég sá að þú værir á leiðinni í þetta og núna er ég bara húkkt. Hvað tæki það svona semi-feitabollu mörg ár að verða módel-fitness-flott?

Fer að fara að fara að fara að kíkja í heimsókn í laugar bráðum og þá færðu "tilhamingjumeðaðveraflottust"-knúsið þitt sem þú átt svo skilið!

Jóhanna (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 23:43

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Þú varst svooo glæsileg í keppninni mín kæra.  Sigurinn felst í að hafa farið í gegnum allan þennan stífa undirbúning og standa á sviðinu jafn flott og þú ert.  Svo verðum við bara ennþá flottari um páskana á Akureyri

Ragnhildur Þórðardóttir, 26.11.2007 kl. 09:13

5 identicon

Úlalala, ekkert smá flott Ester !!

Er ótrúlega ánægð með þig að hafa drifið þig.

Ég verð að vera sammála þér með úrslitin, af þessum myndum að dæma skil ég ekki af hverju þú komst ekki á pall. Mér finnst aldurinn ekki eiga að skipta neinu máli þegar að í svona keppni er komið - þú ert klárlega glæsileg kona og það segir nú meira en nokkur orð að sjá árangurinn á þér á svona stuttum tíma !!

Til hamingju með árangurinn og sjálfa þig - ert bara flottust. Hlakka til að sjá þig í sömu keppni að ári ;)

Kveðja, Vala :) 

Vala Rún (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 11:36

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

já ég segi eins og Lísa þetta var feiknar árangur en mér þykir leiðinlegt að heyra að þú komst ekki á pall. Hey borgarinn var góður og þú áttir svo skilið að fá hann.

Já, ég skil ekki afhverju þú komst ekki á pall. Mér finnst þú flott og  hinar ekkert flottari. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.11.2007 kl. 14:40

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Blessuð vertu Ester...ÞÚ ERT LANGFLOTTUST! Þegar ég er orðin stór ætla ég að vera einsog þú

Heiða Þórðar, 26.11.2007 kl. 15:26

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Hvaða apahausar eru þessir dómarar......þú hefðir átt að hljóta spes viðurkenningu fyrir hvað þú ert gömul ekki illa meint og ekki það að mér finnist þú neitt gömul.Heldur að hinar voru svona mikið yngri.Þú ert hetja keppninnar og sýndir ótrúlegan viljastyrk og dugnað.Og það get ég sagt þér þú ert ekkert smá flott og það litla sem ég hef séð frá þessu ein mynd þá var enginn flottari en þú Estró mín.

Solla Guðjóns, 26.11.2007 kl. 19:15

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Hey já var að skoða myndirnar betur og segi nú bara eins og Jórunn hinar eru ekkert flottari

Solla Guðjóns, 26.11.2007 kl. 19:18

10 identicon

Já mér finnst þú bara laaaaang flottust af þessum stelpum !!....í alvöru tala ! Væri sko meir en til í að vera með þennan flotta kropp þinn ! hahah...ef ekki bara helminginn ! Þá yrði mín sátt

Gott að þú naust matarins vel eftir á

Knús á þig sæta.....þú ert frábær !

Melanie Rose (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 22:14

11 identicon

Ester mín... TIL Hamingju með AFMÆLIÐ:):) Þú hefur alltaf verið flott:) allavega frá því ég kynntist þér og skiptir þar hjartalag þitt mestu. Kona á þínum aldri (hahaha ekki mínum) ætti að vera stolt af sér eftir svona afrek. Klappaðu þér og hristu af þér álit annarra;)

Díana (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 17:52

12 identicon

Heyrðuuuu ... lítill fugl hvíslaði að mér að dagurinn í dag væri örlítið merkilegari en ég gerði mér grein fyrir. Þannig aaaaað, einn tveir og byrja!

Hún'á ammæl'í dag!
hún'á ammæl'í dag!
hún'á ammæl'ún EsterJúlíaKrúsídúlluæðibitayndisdúllurassgaaaaat!
Hún'á ammæl'í dag !


Veeeeeeei!  *klapp-klapp og knúúúúús!*

Til hamingju með daginn snúlla!!!

Jóhanna (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 00:41

13 Smámynd: Solla Guðjóns

Hey bogamaður..........áttu afmæli núna í dag.......til hamingju með það ljúfan......

hef einmitt verið að velta fyrir mér hvenær hinir bogamennirnir mínir ættu afmæli.

OK.þú í dag ég á laugardaginn.Fannberg?Guðmundur ?

Eigðu albesta afmælisdinn

Solla Guðjóns, 29.11.2007 kl. 09:05

14 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þú ert allavega glæsileg

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.12.2007 kl. 22:56

15 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ég bara skil þetta ekki þú varst lang flottust

Einar Bragi Bragason., 6.12.2007 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband