Mánudagur, 19. nóvember 2007
FITNESSSPORT
Ég hafði samband við Svavar og Sonju í Fitnesssport því mig vantaði íþróttaföt til að koma fram í á tískusýningunni á bikarmótinu í Fitness. Lota 1 er nefnilega tískusýning í íþróttafötum. Ekki má merkja fatnaðinn búðinni, fötin mega bara vera merkt framleiðanda.
Þar sem Fitnesssport er með flottustu merkin í bransanum, föt sem mér líkar vel, ákvað ég að tala við Svavar og Sonju til að athuga hvort þau gætu styrkt mig og tók það jafnframt fram að ekki væri hægt að auglýsa búðina. Svavar sagðist löngu vera hættur að styrkja íþróttafólk fyrir fitnessmót EN af því að þeim þætti ég svo æðisleg þá hefðu þau tekið þá ákvörðun að hjálpa mér. Þau eru nú frekar æðisleg sjálf myndi ég segja!
Fötin sem ég fæ eru ein þau bestu og vönduðustu í bransanum. Þetta eru íþróttaföt sem saumuð eru á Ítalíu , og heita ANATOMIE. Hönnuðurinn er þjálfari og fyrrverandi fitnesskeppandi.
Ég er búin að velja og máta fötin og þau eru ekkert smá flott! Og efnið í þeim er guðdómlegt!! Ég hlakka ekkert smá til að koma fram á sviðið í þessum fötum!
Svavar og Sonja í Fitnesssport - takk kærlega fyrir mig, þið eruð frábær!
Athugasemdir
Eins og við höfum mörg sagt hér á blogginu, Ester: Þú ert bara svo æðisleg. Svavar og Sonja vita hvað þau eru að segja. Til hamingju með þennan búning og þennan stuðning, sem þó er ekki opinber stuðningur. Það er frábært og hlýtur að gefa þér jákvæðan kraft ofan í góðar æfingar.
Þú verður frábær og flottust!!!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 07:53
Æ takk fyrir þetta elsku Doddi minn! Og takk kærlega fyrir mig! Já þetta gefur mér ótrúegan kraft, allt gengur svo vel- það er nánast eins og ég fái allt lagt upp í hendurnar. KNÚS OG KOSSAR
Ester Júlía, 19.11.2007 kl. 08:05
Hæ elsku Ester,
mikið finnst mér gaman að sjá og heyra að þú ætlir í fitnessið, átt sko heima þar! Það er voða gaman að fylgjast með undirbúningnum hjá þér og það verður enn skemmtilegra að sjá þig á sviðinu næstu helgi!
Bara svona fyrir forvitnis sakir, ertu til í að gefa okkur hugmynd um það hvernig matseðillinn þinn lítur út svona seinustu vikurnar fyrir keppnina? Hvað ertu að keyra hitaeiningarnar langt niður? Hvernig ferðu að því að halda samt vöðvamassanum?
Bkv. og gangi þér áfram svona vel :o)
Helga Dögg úr WC (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 10:11
Til hamingju og þetta er rétti andinn, þú hlakkar til. Æðislegt. Þetta getur ekki annað en genið vel hjá þér. Bestu kveðjur frá mér.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.11.2007 kl. 00:28
Þú er nú líka alveg hreint FRÁBÆR sjálf!
Heiða Þórðar, 20.11.2007 kl. 01:05
Bara 4 dagar mín kæra.... þetta er að bresta á hjá okkur. Þú verður glæsileg!! Ekki verra að fá svona hrós frá Svavari, sem er nú reyndur í bransanum . Hlakka til að sjá þennan æfingafatnað, maður er alltaf á höttunum eftir góðum flíkum til að hamast í. Kannski ég bruni til Svabba í dag og tékki á spjörunum .
Ragnhildur Þórðardóttir, 20.11.2007 kl. 08:35
Hæ dúlla! gaman að sjá hvað þér gengur vel ! En datt þér einhvern tíman í hug að þau myndu segja nei ?!=D Þau eru nottla æði og þú klárlega æðislegust þannig að fólk hefði bara hætt að versla þarna ef þau hefðu sagt nei ... hehe segi svona, hlakka til að sjá þig rúlla þessu upp um helgina ;-) knús og kossar til þín og allir mínir gúd-lökk straumar!
Jóhanna (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 11:35
Áframknús
Solla Guðjóns, 20.11.2007 kl. 20:00
TAKK ÆÐISLEGA! ÞIÐ ERUÐ ÆÐISLEG!!!!!!!!!!
Helga , varðandi matseðilinn hjá mér þá samanstendur þetta mikið til af próteini, sem sagt kjúklingabringum og aftur kjúklingabringum og vatni. Hitaeiningar síðustu dagana eru ck. 900- 1200 og með því að taka glútamín þá heldur maður í vöðvamassann. En maður þarf auðvitað að lyfta með og próteinið hjálpar til með að byggja upp vöðva. Þetta er smá púsl og þarf að passa sig á því að reyna að toppa á réttum tíma. Getur verið soldið snúið
Knús og kossar til ykkar
Ester Júlía, 21.11.2007 kl. 06:38
Takk fyrir samtalið í gær.
Ég trúi ekki örðu en að ég fái að sjá þig standandi uppi með bikar í lokin. Svo gaman þegar öll vinnan borgar sig. En þó svo að bikar komi ekki með heim í töskunni þá finnst mér þú samt sem áður vera sigurvegari að geta þetta. Hafa agann og ákveðnina til þess að gera þetta.
Þú ert að leggja mikið meira á þig fyrir eitt mót en sumt fólk nennir að leggja á sig alla lífleiðina, svo þú mátt ekki gleyma að vera ángæð að móti loknu hvernig sem fer.
Vá hvað ég er orðin góð í svona jákvæðni. heheheh,
Jú það er víst viljinn og jákvæðnin sem skiptir öllu máli.
Jóna Júl (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 12:43
Til lukku með það ég fylgist með
Einar Bragi Bragason., 23.11.2007 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.