Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Ferðalaginu lokið - stanslausar æfingar og stíft mataræði heldur áfram.
Jæja komin heim frá Svíþjóð. Yndisleg ferð. Hélt matarprógramminu mínu alveg en "datt" í það á nammidaginn . Sænskar kjötbollur, Calsone - pizza, súkkulaði og bland í poka ( en þó lítið af því). Fann þrjár æfingstöðvar og æfði á tveimur þeirra. Ekki jafn hár standart á æfingastöðvunum þarna eins og í minni stöð en það dugði alveg . Skokkaði , labbaði og hjólaði alla dagana.
Nú eru bara tíu dagar í keppni! Úff... en mig hlakkar líka geðveikt til! Hef misst um 3-4 kg. á þessum tveimur vikum síðan ég byrjaði á undibúningnum og er bara orðin grindhoruð! nei segi það kannski ekki, er ennþá með smákjöt og vöðvar, en verð að passa mig núna svo vöðvamassinn fari ekki. Mér er alltaf kalt enda lítill fituforði til að halda á líkamanum hlýju. En mikið rosalega er þetta gaman. Að sjá breytingarnar dag frá degi. Já ég sé dagamun..ótrúlegt en satt!
Arnar Grant tók mig "út" í gær og var bara nokkuð ánægður með mig, en þarf að æfa stöðurnar betur, sérstaklega eina þeirra..úff ekki vissi ég að það væri svona erfitt að halda einni stöðu rétt! Ef ég geri ekki stöðuna rétt þá getur það algjörlega klúðrað hlutunum þótt annað sé í lagi. Æfa æfa og æfa .. það er það eina sem dugir. Ég á ekki eftir að líta í spegil í langan tíma eftir keppnina - er alveg að fá nóg af honum ..
Takk fyrir lesturinn og eigið frábæran dag!
Athugasemdir
Elsku besta Ester. Þú ert ótrúlega dugleg og ég hlakka líka til að senda þér spes hugsanir og stuðning þegar þú verður í keppni. Sjálfur verð ég vinnandi þennan dag, og eins og ég talaði um áður, þá finnst mér ég þurfa að halda balansinum í heiminum þennan dag og verð akkúrat andstæðan við þig: þ.e. verð í nammi, jólamat og bjór og óhollustu. En ég ætla samt að skýra þennan dag Esterdag!
Það hlýtur alla vega að vera fallegri og flottari spegilmyndin hjá þér heldur en mér, en hins vegar finnst mér maginn minn ansi krúttlegur svona loðinn og hvítur og stóóór
Mundu bara: þú ert flottust, best - og þú átt sko eftir að standa þig frábærlega. Hafðu það yndislegt - kossar og knús og gangi þér vel í æfingunum. Var ég búinn að segja það, að þú ert best?
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 10:18
Dugnaðurinn í þér kona!!! ég varð þreytt við lestur færslunnar og skammaðist mín pínu fyrir að vera ekki duglegri
Kveðja til þín og gangi þér vel
Huld S. Ringsted, 14.11.2007 kl. 12:01
Gangi okkur rosa vel í keppninni sem nálgast óðfluga. Við verðum flottastar!!!
Komdu endilega í einn tíma á pósunámskeiðið hjá Heiðrúnu á þriðjudag í næstu viku til að ná stöðunum alveg 100%. Það munar öllu að hafa þær réttar.
Ragnhildur Þórðardóttir, 14.11.2007 kl. 13:05
Vá en gaman að fá að fylgjast með þessu svona í beinni. Áfram stelpur, þetta er rétti andinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2007 kl. 15:22
Mikið ert þú allraf dugleg Ester mín. Gangi þér ofsa vel í keppninni og ekki missa allt kjötuð af skrokknum.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.11.2007 kl. 16:32
Velkomin aftur heim ! Rosa ertu dugleg !
Knús til þín sæta
Melanie Rose (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 20:14
Óska þér góðs gengis !!!
Fjóla Þorsteins (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 14:12
Hæhó...sat límd við imban í kvöld að horfa á ice fittnes...hvar er Ester????? svo er ég nú bara að tékka hérna og ja tók þetta eitthvað vitlaust......
Gangi þér áfram vel sæta
Solla Guðjóns, 17.11.2007 kl. 22:29
Æ ég er ekki fyrr en um næstu helgi Ollasak . "Hm..EKKI FYRR...úfff hvað er stutt i þetta *þurrka svita*. " Takk innilega þið öll fyrir innlitið og ykkar stuðning!!
Ester Júlía, 17.11.2007 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.