Sunnudagur, 11. nóvember 2007
Á leið út á Kastrup flugvöll - eftir klukkutíma
Rétt aðeins að blogga frá Svíþjóð , síðasta daginn. Sit ein í stofunni, allir sofandi. Búin að hella upp á kaffi og fara út að skokka. Yndislegt veður, sólin er að koma upp og það er logn. Svolitið kalt og varð ég að fara varlega i skokkinu út af élaðri jörð. Mikið er yndislegt að vera hér í Lundi. Það er svo mikil hvíld, ekkert lífsgæðakapphlaup er hér , allir afslappaðir. Yndislegt haustið hér. Svíarnir yndislegt fólk.
Þessa örfáu daga sem ég hef verið hér ( 4 ) , hef ég farið tvisvar á sitthvora líkamsræktarstöðina og tekið góðar æfingar og hjólað og gengið mikið alla daganna, ja nema kannski í gær - laugardag. Þá gekk ég hinsvegar mikið i mollinu..hehe. Hef verið ótrúlega dugleg í mataræðinu, en missti mig í gær - laugardag, þar sem þá var nammidagur og ég mátti borða hvað sem ég vildi. NAUT ÞESS Í BOTN! En nú verður enginn nammidagur fyrr en eftir keppnina í tæpar tvær vikur.
Hef ekki tíma á bloggtúr eins og er , þarf að skella mér í sturtu og klára að pakka en ætla að gefa mér tíma þegar ég er komin heim. Hlakka til. Bið að heilsa í bili
Puss og Kram, Ester.
Athugasemdir
Gaman að heyra frá þér Ester mín og gott að þú nýtur þess að vera í Lundi. Gangi þér vel.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.11.2007 kl. 13:10
Góða ferð heim :)
Drilla, 11.11.2007 kl. 18:30
Sænskt blogg frá Ester best er ... gott að heyra frá þér þarna úti, og æfingarnar ganga vel. Ég hef verið í Lundi og þó svo að ég hafi verið unglingur þá með vísi að bólum í framan ... þá var kalt, en ákaflega fallegt!
Þegar ég skrifa þessi orð ertu komin á íslenska jörð, en þegar þú lest þessi orð ... þá ertu örugglega búin að taka skokk og æfingar dagsins
Knús og kveðjur á þig, dúlla. Þú ert dugleg!!!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 08:01
Gott gengi ljúfust.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2007 kl. 20:30
Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.11.2007 kl. 08:45
Takk takk og aftur takk fyrir commentin !!!!
Ester Júlía, 14.11.2007 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.