Laugardagur, 27. október 2007
Ávörðunin er tekin!
Eftir miklar pælingar og ekki síst hvatningu frá fullt af fólki hef ég ákveðið að taka þátt í modelfitness 24. nóvember nk. Sá mæti maður Arnar Grant er að hjálpa mér með mataræði, pósur og ráðleggingar og hún Guðrún sem er nýr starfsmaður hjá World Class ásamt því að vera fitnesskeppandi ( 2. sæti síðast, 1. sæti þar áður) samþykkti að verða sérleg aðstoðarkona mín! Ekkert smá flott fólk sem ég þekki.
Þetta er hörkuvinna , ekki síst vegna þess að það er svo stutt í keppnina. Dagur 2. í nýju mataræði er í dag, og ég get sagt ykkur að matseðillinn er ekki spennandi. Samanstendur m.a af : skyri, kjúklingaskinku, hrökkbrauð, hrískökur, grænmeti, ávextir, haframjöl. Æfa sex sinnum í viku bæta við brennsluæfingum því nú þarf að "skera". Ég er nógu mössuð fyrir þessa keppni svo ég lyfti ekkert mjög þungu en verð að halda í vöðvana svo ég lyfti að sjálfsögðu líka til að halda mér við.
Fór á klukkutíma æfingu í morgun og var að koma úr klukkutíma göngutúr með hundinn. Svo þarf ég að fara af stað og redda mér eitthverjum styrkjum, íþróttaföt og fleira.
Þetta verður BARA GAMAN! Svo óska ég eftir vinum og kunningjum mér til stuðnings á mótið ! Knús til ykkar allra
Athugasemdir
Frábært hjá Þér....mun fylgjast vel með keppninni. Þú verður örugglega mjög flott og mér líst nú bara ljómandi vel á þennan matseðil fyrir þig....segi ég og fæ mér pulsu með öllu Veitti nú ekki af að taka smá mössun á mallakútinn minn..hehe.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.10.2007 kl. 15:10
Takk kærlega Katrín! En ó ó .. pylsa með öllu ...yammí! Er venjulega ekki hrifin af pylsum en ég myndi næstum drepa fyrir eina núna .
Kær kveðja
Ester Júlía, 27.10.2007 kl. 15:19
Gratúlera með ákvörðunina, gangi þér bara vel. Þessi matseðill ætti eflaust að duga á bumbuna mína, s.s. minnka hana
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 15:23
You go girl !!! Þetta verður bara gaman ! Væri alveg til í að borða matseðilinn þinn esskan......ef það þýðir some weight loosing for moi En gangi þér rosa vel að undirbúa þig...!
Knús og koss !
Melanie Rose (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 16:09
Flott ertu, gott hjá þér að gera þetta. Áfram stelpa
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2007 kl. 17:59
Flottust! Gangi þér ofsalega vel.
Ragga (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 18:08
Frábært hjá þér Ester, og svo kyrja allir sönginn:
Ester best er
Ester best er,
Best er Ester,
Ester best er!!!!!!
Áfram þú - því þú ert flottust! Gangi þér vel dúlla og mundu bara að ég held balansinum í heiminum til móts við hollustu þína. Einhvern tíma kemur þó örugglega að því að ég biðji þig um að aðstoða mig við mataræðisdagbók ... (en hún verður að innihalda leyfi fyrir pepsimax og einhvern tíma nammi)
Knús á þig fyrir hverja æfða mínútu!! Og alltaf auðvitað!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 22:37
Þú rokkar stelpa! Verður svaka flott. Ég hlakka til að fylgjast með þér.
Gulla (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 16:05
Glæsilegt! Þvílíkur karakter... ég æfi þrisvar í viku og mér finnst það næstum því of mikið.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.10.2007 kl. 17:39
Hef aldrei fylgst með fitness keppnum. Þetta verður því í fyrsta skiptið hjá mér, það er ekki annað inn í myndinni en að þú fáir fullan stuðning minn elsku bloggvinkona! Gangi þér rosalega vel.
Heiða Þórðar, 28.10.2007 kl. 18:25
Flott hjá þér skvís :-)))) Verður ekki vandamál hjá dömunni að rúlla þessu upp ;-)
Kær kveðja
Diddi
Diddi (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 10:48
Takk elsku fólk fyrir stuðning og hvatningu! Það er ótrúlegt hvað það peppar mann upp að fá svona comment! Þið eruð ÆÐI!
Ekkert mál með matseðil handa þér Doddi minn og ég skal sjá til þess að það verði nammidagur á honum . Þetta er næstum of mikið af knúsi því ég mun æfa MIKIÐ!
Ester Júlía, 29.10.2007 kl. 12:59
Gangi þér vel Ester mín.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.10.2007 kl. 17:01
Þú ert æði...go girl
Solla Guðjóns, 29.10.2007 kl. 21:55
gangi þér hrikalega vel
Einar Bragi Bragason., 30.10.2007 kl. 16:28
Oh model-fittness-kroppar eru baara flottastir og þú ert akkúrat týpan í þessa keppni - alltaf flottust og rúllar þessu upp ;-) Hlakka til að sjá þig á efsta pallinum !!!
Gangi þér vel sæta!
Kv. Jóa og Teddi sem eru alltaf til í labbitúr =)
Jóhanna (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 00:35
Þið eruð ÆÐI!!!!!!!!!!! Það er ekkert smá gott að fá þessa hvatningu... Knús og kossar til ykkar!!!
Ester Júlía, 31.10.2007 kl. 07:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.