Yndisleg helgi að baki og kallinn FERTUGUR!

47

Nú verð ég drepin fyrir að koma með þetta á bloggið......híhí..nei kannski ekki, HM1979Hlæt reyna á það LoL.  Kallinn minn er sem sagt fertugur í dag!   Og lítur út ekki deginum eldri en  30.  Hann fékk í afmælisgjöf frá mér og börnunum afmælisferð til Rómar.  En það er ekki svo gott að hann sé að spranga um Róm einsamall (hehe)..heldur fer ÉG með honum..Snilld - ekki satt Wink.  Hann fékk jú að koma með mér til Barcelona á fertugsafmælinu mínu svo ég á þetta alveg skilið Halo.  Það er vika í að við förum og við verðum í fjóra daga.  Úff ég hlakka til eins og litlu barni.

Skruppum í bústaðinn seinni part laugardagsins.  Við Helgi, Olli og Lúkas. Létum renna í pottinn, lambahrygg hent inn í ofn, opnuðum rauðvín ...er hægt að hafa það betra! 

Við Lúkas skruppum svo í góðan göngutúr í gær, löbbuðum lengst upp í hlíð þar sem á að fara að byggja nýja bústaði og þar er sko útsýnið yfir Hvalfjörðinn stórkostlegt! 

Frábær helgi!

Eigið frábæran dag kæra fólk Heart

Helgi með búninginnHér er Helgi afmælisbarn með mótorhjólabúninginn sinn.

Helgi litli Og hér er hann genginn í barndóm!

 

47

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku besta Ester. Innilega til hamingju með kallinn! 40 er enginn aldur og sérstaklega þegar maður lítur ekki deginum eldri út en 30 ... og þá ég á við um ykkur bæði. Þið eruð flott!

Til hamingju með unga manninn þinn!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 08:02

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Innilega til hamingju með eiginmanninn!!

Huld S. Ringsted, 1.10.2007 kl. 08:18

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hafðu hátalarann í gangi og smelltu HÉR!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.10.2007 kl. 10:54

4 Smámynd: Ester Júlía

Takk takk takk kærlega fyrir mig elsku bloggvinir.   Þakka þér fyrir Doddi minn, gott að vera ÞRÍTUGUR .  Guðjón..ég má ekki taka í einkaþjálfun þar sem ég er starfandi þjálfari hjá WORLD CLASS..þjónusta þá sem koma í húsið, kenni á tækin ofl.  En að sjálfsögðu eruð þið velkomin í þjálfun-leiðbeiningu- prógram til mín ( fylgir kortinu) hvenær sem er  Knús á ykkur öll!

Ester Júlía, 1.10.2007 kl. 10:54

5 Smámynd: Ester Júlía

´VÁ Gunnar - þetta er MAGNAÐ.....hahaha..ætla að sýna kallinum þetta.. takk takk

Ester Júlía, 1.10.2007 kl. 10:55

6 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Til hamingju með bóndan Ester og njótið vel í Róm

p.s hann Gunnar er algjör töframaður rosalega flott !!

Sigrún Friðriksdóttir, 1.10.2007 kl. 11:24

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ég hélt að þú værir 25

Einar Bragi Bragason., 1.10.2007 kl. 13:20

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamingju með bóndann og mikið er gaman að þið farið til Rómar.

Lambakjöt og rauðviín í sumarbústanum, fallegt útsýni og pottur. Þetta er líka toppurinn. Fyrir utan ferðina.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.10.2007 kl. 22:57

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Til hamingju með gæjann! Líst vel á ykkur, kunnið greinilega að njóta lífsins til fullnustu!

Heiða Þórðar, 2.10.2007 kl. 11:29

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Til hamingju með krúttlega karlinn þinn

Solla Guðjóns, 2.10.2007 kl. 23:33

11 Smámynd: Villi Asgeirsson

Til hamingju, bóndi. Og Ester. Róm er ekkert allt of sjabbí.

Villi Asgeirsson, 3.10.2007 kl. 07:56

12 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

til hamingju með manninn þinn:)

Heiðrún Klara Johansen, 4.10.2007 kl. 21:01

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju með eiginmanninn Ester mín, og góða ferð til Rómar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2007 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband