Mánudagur, 1. október 2007
Nú verð ég drepin fyrir að koma með þetta á bloggið......híhí..nei kannski ekki, læt reyna á það . Kallinn minn er sem sagt fertugur í dag! Og lítur út ekki deginum eldri en 30. Hann fékk í afmælisgjöf frá mér og börnunum afmælisferð til Rómar. En það er ekki svo gott að hann sé að spranga um Róm einsamall (hehe)..heldur fer ÉG með honum..Snilld - ekki satt . Hann fékk jú að koma með mér til Barcelona á fertugsafmælinu mínu svo ég á þetta alveg skilið . Það er vika í að við förum og við verðum í fjóra daga. Úff ég hlakka til eins og litlu barni. Skruppum í bústaðinn seinni part laugardagsins. Við Helgi, Olli og Lúkas. Létum renna í pottinn, lambahrygg hent inn í ofn, opnuðum rauðvín ...er hægt að hafa það betra! Við Lúkas skruppum svo í góðan göngutúr í gær, löbbuðum lengst upp í hlíð þar sem á að fara að byggja nýja bústaði og þar er sko útsýnið yfir Hvalfjörðinn stórkostlegt! Frábær helgi! Eigið frábæran dag kæra fólk Hér er Helgi afmælisbarn með mótorhjólabúninginn sinn. |
|
Og hér er hann genginn í barndóm!
Flokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:08 | Facebook
«
Síðasta færsla
|
Næsta færsla
»
Athugasemdir
Elsku besta Ester. Innilega til hamingju með kallinn! 40 er enginn aldur og sérstaklega þegar maður lítur ekki deginum eldri út en 30 ... og þá ég á við um ykkur bæði. Þið eruð flott!
Til hamingju með unga manninn þinn!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 08:02
Innilega til hamingju með eiginmanninn!!
Huld S. Ringsted, 1.10.2007 kl. 08:18
Hafðu hátalarann í gangi og smelltu HÉR!
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.10.2007 kl. 10:54
Takk takk takk kærlega fyrir mig elsku bloggvinir. Þakka þér fyrir Doddi minn, gott að vera ÞRÍTUGUR . Guðjón..ég má ekki taka í einkaþjálfun þar sem ég er starfandi þjálfari hjá WORLD CLASS..þjónusta þá sem koma í húsið, kenni á tækin ofl. En að sjálfsögðu eruð þið velkomin í þjálfun-leiðbeiningu- prógram til mín ( fylgir kortinu) hvenær sem er Knús á ykkur öll!
Ester Júlía, 1.10.2007 kl. 10:54
´VÁ Gunnar - þetta er MAGNAÐ.....hahaha..ætla að sýna kallinum þetta.. takk takk
Ester Júlía, 1.10.2007 kl. 10:55
Til hamingju með bóndan Ester og njótið vel í Róm
p.s hann Gunnar er algjör töframaður rosalega flott !!
Sigrún Friðriksdóttir, 1.10.2007 kl. 11:24
Ég hélt að þú værir 25
Einar Bragi Bragason., 1.10.2007 kl. 13:20
Til hamingju með bóndann og mikið er gaman að þið farið til Rómar.
Lambakjöt og rauðviín í sumarbústanum, fallegt útsýni og pottur. Þetta er líka toppurinn. Fyrir utan ferðina.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.10.2007 kl. 22:57
Til hamingju með gæjann! Líst vel á ykkur, kunnið greinilega að njóta lífsins til fullnustu!
Heiða Þórðar, 2.10.2007 kl. 11:29
Til hamingju með krúttlega karlinn þinn
Solla Guðjóns, 2.10.2007 kl. 23:33
Til hamingju, bóndi. Og Ester. Róm er ekkert allt of sjabbí.
Villi Asgeirsson, 3.10.2007 kl. 07:56
til hamingju með manninn þinn:)
Heiðrún Klara Johansen, 4.10.2007 kl. 21:01
Til hamingju með eiginmanninn Ester mín, og góða ferð til Rómar
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2007 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.