Mánudagur, 17. september 2007
Ég er svo dottin úr bloggstuði! Hvað er langt síðan ég bloggaði síðast - mánuður? Man það ekki og nenni ekki að gá að því. Það er vitlaust að gera á haustmánuðum í líkamsræktargeiranum. Ég var að taka við námskeiði í World Class og er nóg að gera í kringum það. Ég er þannig gerð að ég helli mér af krafti í það sem mér er falið og þar sem ég er haldin smá fullkomnunaráráttu þá hugsa ég um vinnuna nótt sem dag - nánast . Bloggið verður því að sitja á hakanum. NEFNDIN!
24. ágúst sl. var reunion hjá árgangi ´66 úr Hlíðarskóla. 25 ár síðan við útskrifuðumst úr gaggó . Ó mæ gosh hvað það er langt síðan! Ég var í reunion-nefndinni og við vorum búin að vera að skipuleggja þetta í marga mánuði. Ákváðum að vera soldið "öðruvísi" og halda þetta í heimahúsi ..fengum lánað húsnæði hjá einum skólafélaganum, leigðum risatjald, leigðum geggjaðan kokk, létum útbúa sönghefti en svo eigum við stórsöngvarana..Stebba Hilmars sem var skemmtanastjóri líka, óperusönkonurnar Ingveldi Ýr og Önnu Jóns, vorum meira að segja með hljómborðsleikara, hann Einar úr Sniglabandinu! Allir voru sammála um það að kvöldið heppnaðist stórkostlega! Þvílíkir endurfundir - kærleikur í hverju horni, diskómúsíkin tók öll völd, fólk rifjaði upp gamla takta á "dansgólfinu" skálað var í kampavíni eða hverju sem var, mikið var skrafað og faðmað og kysst. Fórum meira að segja í eftirpartý...klukkan fjögur um nóttina, heim til Buddu á Arnarnesið. Létum renna þar í heita pottinn en hann var ekki enn orðinn nógu heitur ( sem BETUR FER) þegar við sameinuðumst um leigubíl um sjöleytið um morguninn. Það er fátt sem slær svona endurfundi út. Næst hittumst við eftir fimm ár og Einar í Sniglabandinu er búin að bjóða fram húsið sitt á Seltjarnarnesinu þegar þar að kemur. Kolla á Hauganesi bauð reyndar húsið sitt fram líka og vill hafa tveggja daga partý . Njótið myndanna ............söknuðuð þið mín ekkert?? |
|
Flokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:47 | Facebook
«
Síðasta færsla
|
Næsta færsla
»
Athugasemdir
Ég saknaði þín

Ég var búinn að hugsa hvort eitthvað væri búið að ske...
Núna ætla ég að skoða myndirnar... kvitt
Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.9.2007 kl. 09:18
LOL - Dúa.......dísus hvað var ég að hugsa! Tek þetta sko ekkert út, þú átt alveg skilið ALLA síðuna.....

Takk Gunnar minn .....hugsa hlýlega til þín i dag, þetta var fallega sagt
Ester Júlía, 17.9.2007 kl. 09:35
Takk fyrir það Gaui minn

Ester Júlía, 17.9.2007 kl. 09:51
Stórkostlegar myndir, en enn stórkostlegri fréttir að fá þig hingað aftur. Þín hefur verið mikið saknað, ég meira að segja bloggaði fyrir nokkru síðan og hrópaði til þín þar ... en engin Ester!
En nú er Ester komin og ég gleðst yfir því. Knús og kossar í tonnatali til þín! (Og hlýjar orku-kveðjur líka!!)
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 10:58
Dúlludúlludúllukallinn minn Doddi!! En hvað er gaman að þú hafir saknað mín sárt
...ég meðtók orkukveðjurnar og nú er mér heitt.... KNÚS og KOSSAR TIL þín.. !!
Ester Júlía, 17.9.2007 kl. 11:23
Já rétt hjá þér lífið sjálft þarf að ganga fyrir svo kemur bloggið. Þið eruð stór glæsileg úr skólanum, auðvitað ert þú eins sú flottasta.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.9.2007 kl. 16:54
Flottar myndir,Dúa svo sæt í athugasemdakerfinu.
Auðvitað var þín saknað kona.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2007 kl. 21:05
Jú ég saknaði þín ætlaði að fara að lýsa eftir þér...
Hæ ég er búin að setja meira um lesblindu viltu kíkja og kvitta til að koma þessu inn í umræðuna..Fyrirfram þökk Solla. Svo er ég bara held ég að fá tíma til að fara að skoða blogg bloggvinana minn.
Solla Guðjóns, 19.9.2007 kl. 16:50
Ég finn bara gleðina af að lesa þetta...þið eruð alvöru djammarar í pottinn undir morgun já eða ekki.....
Solla Guðjóns, 20.9.2007 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.