Þegar skemmtistaðirnir lokuðu klukkan þrjú..

Þá safnaðist fólk saman á Lækjartorgi/Austurstræti og var þar oft mikil gleði í óþökk lögreglu fram eftir morgni. Til þess að uppræta þetta var tekið til þess ráðs að gera opnunartíma skemmtistaðanna frjálsan til að dreifa álaginu á meira tíma.  Núna vill lögreglustjóri dreifa álaginu á fleiri svæði í borginni.  Telur að með því að hafa "dreifðari" skemmtistaði þá muni það minnka álag á lögregluna í miðbænum.  "Ætlar lögreglustjóri þá að loka eitthverjum skemmtistöðum niðrí bæ?"

 Ég man þá tíð er það voru fleiri skemmtistaðir utan miðborgarinnar en í henni.  Hollywood, Klúbburinn, Hótel Ísland, Sigtún, Þórskaffi, það voru staðir sem voru ekki í miðbænum og voru vinsælir og vel sóttir.  En eftir lokun var haldið niðrí bæ.  Fólk sækir í bæinn, held að það breytist seint ef nokkurn tímann. 

Held að þaðsé frekar ráð að leggja meira fé til að uppræta fíkniefnainnfluttning, því meiri neysla því fleiri og grófari glæpir.


mbl.is Vill að ómenningin í miðborginni verði upprætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þegar fólk safnaðist saman niðri á Lækjatorgi á sínum tíma var miklu meiri skemmtun en djammið er í dag ef ég segi eins og er. Þá safnaðist fólk saman og ekki óalgengt að ég allaveganna hitti fólk í meira mæli sem ég kannaðist við. Lögreglan varð auðvitað að bregðast við þessu ofbeldi á einn eða annnan hátt og líklega var þetta besta lausnin við þeim vanda. Mér lýst engan vegin á að þeir reyni að hólfa þetta enn frekar.. Það er ógjörningur að sjá þróunina. Sem dæmi virðist sem sígarettubannið sé á góðri leið með að gera marga skemmtistaði hérlendis gjaldþrota.

Brynjar Jóhannsson, 13.8.2007 kl. 07:34

2 Smámynd: Ester Júlía

Takk fyrir innleggið Brynjar.  Ég er svo sammála þér með hvað það var svo miklu skemmtilegra þegar fólk safnaðist saman eftir lokun skemmtistaðanna.  Og erlendir ferðamenn höfðu aldrei séð annað eins!  Sakna þessa tíma svolítið..

Ester Júlía, 13.8.2007 kl. 08:05

3 identicon

Athyglivert Brynjar þetta með reykingabannið og gjaldþrotin ef satt er. Svo mikið er víst að ég hef ekki stígið fæti mínum inná krár eða skemmtistaði síðan bannið kom, nema veður hafi verið það skaplegt að hægt sé að sitja úti.

Ætla sko alls ekki að fara borga mig inná staði til þess að hanga svo mest af tímanum úti.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 09:36

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég horfði á Ísland í dag og kompás þar sem þetta var tekið fyrir og mér finnst heilmikið vit í því sem að lögreglustjórinn var að meina þ.e.að fá eigendur skemmtistaða til að láta meiri upplýsingar í té varðandi eyturlyfjasölu inn á skemmtistöðunum og fá þá og stjórnvöld í lið með sér að uppræta fíkniefnasölu inn á veitingahúsunum.

Ég segi fyrir mig ég hreinlega þori ekki niður í miðbæ.

Solla Guðjóns, 15.8.2007 kl. 00:08

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Lokum 3 og höfum nokkra næturklúbba sem mega hafa opið lengur....þetta er orðið hrikalegt í bænum og versnaði um helming eftir Reykingabannið.

Ég vil benda á að samkvæmt skýrslu frá því í fyrra er Ísland eina já eina landið í vestur Evrópu sem þarf að tvöfalda lögregluflotann sinn um helgar vegna ofdrykkju.

Er oft að spila í miðbænum og mér finnst fólk reika þar um eins og einhverjir uppvakningar(Zombies).

Ef opið er til 3 þá fara mun fl. heim...jú jú einhverjir verða eftir en þá ætti að verða orðið fært fyrir sorpdeildina um kl 5

Einar Bragi Bragason., 16.8.2007 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband