Sólbaðsveðrið búið..þá get ég farið að gera eitthvað!

Cloud-5Er eiginlega fegin að það er ekki sólbaðsveður í dag.  Ég er sólarfíkill af guðs náð og kem engu í verk þegar að hún skín. 

En nú ætla ég á æfingu, fara með yngsta strákinn í klippingu, skreppa í vinnuna ( er í fríi) að ná í bók sem mig vantar, fara að prufukeyra bíl, kaupa viðarlit í Húsasmiðjunni, bera á borð sem ég reyndar bar á í gær með öðrum lit (ófyrirsjáanlegar hroðalegar afleiðingar) ofl. ofl.... 

Skýin gleðja mig í dag Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er líka þakklát fyrir rigninguna, þá minnka áhyggjurnar mínar af gróðrinum, og ég get slakað á með slöngurnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2007 kl. 20:16

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Þú gerir margt í einu.........ég syng í rigningu ég syng í rigningu það er dásamlegt veður mér líður svo vel mér lí........atjúttýta atjúttýta

Solla Guðjóns, 5.7.2007 kl. 22:43

3 identicon

Ég var í sólinni í Hafnarfirðinum í dag, ég hélt að það ætti að rigna en það kom ekki dropi í dag, kannski á morgun.

Ragga (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 22:47

4 identicon

Hér fyrir norðan hefur rignt allduglega í dag og gaman fyrir léttklæddan mann að hjóla í þannig veðri.

En maður er alltaf léttur og kátur ... tja, alla vega kátur

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 22:52

5 Smámynd: Drilla

Ég er sólarfan líka en var farin að dæsa á morgnanna þegar ég sá sólina enn einu sinni.

Þegar það er sól þá er ekki þrifið innandyra og húsið er orðið skeeeeelfilegt og enginn á hreina sokka! Hinsvegar er garðurinn að komast í gott stand með tilheyrandi moldarbingum innandyra ;)

Svo allir geta tekið gleði sína, helginni verður eytt í þrif :)

Drilla, 6.7.2007 kl. 12:42

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Flott skýjamynd. Skýin gleðja mig alltaf. Heyrðu í góða veðrinu á maður bara að vera latur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.7.2007 kl. 15:47

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sumarkveðjur til þín esskan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.7.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband