Þriðjudagur, 26. júní 2007
Yndislega Snæfellsnes - *Myndir*
Yndisleg helgi að baki..mikið svakalega er fallegt á norðanverðu Snæfellsnesi...Njótið!
Ferðin var yndisleg! Ættarmótið tókst með eindæmum vel. Yndislegra veður hefðum við ekki getað fengið. Gaman að hitta alla ættingjana. En ég saknaði þess að hafa ekki hann afa þarna. Afi minn sem fæddur er og uppalinn á Hellisandi, dó í nóvember sl. Það er svo mikill missir af honum. Hann var svo músíkalskur og hélt alltaf uppi stuðinu. Afi var einstaklega stoltur af sínum uppruna. Af Hellissandi. Hann var auðvitað þarna með okkur - í anda. . Það er langt síðan ég hef sungið svona mikið, í 3 tíma samfleytt held ég bara. Held að kallinn hafi eitthvað verið þar að verki. Kannski hann hafi bara sungið í gegnum mig? Ætla ekki að skrifa meira í þetta sinn. Læt myndirnar tala sínu máli. tvíklikkið á þær til að stækka þær.
Athugasemdir
Æðislegar myndir!!!!! Takk svo kærlega fyrir þær! Yndislegar alveg - myndir segja meira en mörg orð, og nú er ég nokkurn veginn orðlaus - takk fyrir þessar frábæru myndir: maður sér að helgin hefur verið frábær!!!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 00:24
Takk fyrir það Doddi minn . Já mér fannst nefnilega þessar myndir alveg tala fyrir sig, og ekki orð meir .
Ester Júlía, 26.6.2007 kl. 00:36
myndir flottar.
Ólafur fannberg, 26.6.2007 kl. 00:53
Flottar myndir Ester mín. Snæfellsnesið stendur nálægt hjarta mínu. Pálmi minn er Hólmari og ég fer oftar á Nesið en aðra staði á landinu. Hef meira að segja keyrt útlendinga oftar en einu sinni ein þangað.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.6.2007 kl. 15:19
Flottar myndir ! Lúkas algjör rófa ! Er alveg hand viss um að hann afi þinn hafi verið þarna í anda með ykkur
Knús xx
Melanie Rose (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 20:03
Náttúran okkar er fallleg og myndirnar þínar frábærar af henni og þeim er skreyta þærÞú ert alger snilli
Knússss
Solla Guðjóns, 26.6.2007 kl. 21:10
Þetta er sko æðislegasti staður landsins
Frábærar myndir hjá þér.
mongoqueen, 26.6.2007 kl. 21:13
Gjörsamlega klikkaðar myndir ... sætur hundur og alles! hvað getur maður beðið um meira ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.6.2007 kl. 09:38
Faðir minn var stöðvarstjóri á Lóransstöðinni á snæfellsnesi... ég elskaði þennan stað.... flottar stelpur.
Takk fyrir myndirnar
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.6.2007 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.