Yndisleg helgi ...í sumarbústað!

Hvalfjörðurinn

Ooo hvað þetta var góð og notarleg helgi! Komum heim i gærkvöldi, úr bústað fjölskyldunnar, "Hálsakoti"í norðanverðum Hvalfirði.  Vorum búin að vera frá því á föstudagskvöldið.  Þvílík hvíld eftir annasama viku!  Ég, Helgi og Olli litli fórum þrjú, Aron vildi frekar vera heima og passa köttinn "loksins einn heima":).  Á laugardaginn skruppum við á Hlaðir þar sem var fjölskylduskemmtum SÁÁ. Gaman að koma í svona útilegustemningu.  Það kostaði ansi mikið inn, sérstaklega fyrir okkur sem nýttum okkur lítið sem ekkert aðstöðuna, rétt kíktum á svæðið, en auðvitað erum við að styrkja gott málefni svo ekki grátum við aurana.  

Fljótlega hittum við Birki og Kristínu, eðalfólk sem við kynntumst á Spáni fyrr í mánuðinum.  Þau voru þar með fjölskyldu Kristínar, okkur var boðið að líta inn í risahúsbíl..vá þetta var eins og íbúð, svefnherbergið var með flottu hjónarúmi m. náttborðum, vaskur í einu horni herbergisins ofl.   Svefnherbergið mitt er ekki einu sinni svona flott ..híhí.   Svo var baðherbergi í bílnum með sturtu, algjör lúxus.  Okkur var svo boðið í kaffi og spjall, ferlega næs.  Röltum svo um svæðið með Olla, veðrið var frábært,  18 stiga hiti og sól.  Settumst í smá brekku og horfðum á skemmtiatriði fyrir börnin, ávaxtakörfuna og fleira.   Fórum svo upp í bústað og aðeins í heita pottinn, Olli var óvanalega þreyttur og vildi svo bara fara að sofa.   Birkir, Kistín og litla sæta stelpan þeirra hún Bryndís, komu svo í heimsókn.  Bryndís sofnaði svo í fanginu á pabba sínum og var lögð inn í rúm, en við fullorðna fólkið sátum í stofunni og höfðum það huggulegt , drukkum kaffi og spjölluðum, voða gaman.   Þau fóru um ellefuleytið,  þá var Olli vaknaður og við ákváðum að grilla. Grilluðum svínakótilettur og pylsur, mmm rosalega gott.  

Á sunnudagsmorguninn vorum við í afslöppun í heita pottinum en rétt upp úr hádegi komu Rakel mágkona, dröfn dóttir hennar og Einar í heimsókn.  Á sama tíma komu Birkir , Kristín og börn.  Þannig að það var nóg að gera í kaffi ,kökum og spjalli. Rakel kom með afganga af löppum og rækjusalati, það stendur svo sannarlega alltaf fyrir sínu!  

Vorum komin heim um sexleytið á sunnudeginum, nennti ekki að elda svo "Nings" varð fyrir valinu.    Frábær helgi í frábæru umhverfi í góðum félagsskap!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband