Hugsanir barns...

Elsku pabbi og mamma. Ein fyrsta minningin mín er þegar ég var að ferðast ein í flugvél á leið til útlanda að hitta ykkur.  Ég man þegar ég sá ykkur á flugvellinum í kaupmannahöfn , þið breidduð út faðminn á móti mér og ég man að ég vissi ekkert hvort ykkar ég ætti að faðma fyrst, vildi gera hvorugt ykkar leið.

Ég var rétt þriggja  ára gömul og strax farin að hafa áhyggjur af  að særa ykkur.

Ég lærði snemma muninn á réttu og röngu, lærði að vera kurteis og síðast en ekki síst lærði ég að vera góð manneskja.

Þau ár komu í uppvextinum að ég var svo hrædd um að missa y kkur, hrædd um að þið mynduð deyja frá mér, ég man hvað ofsahræðslan náði tökum á mér þegar ég hugsaði svona en í dag veit ég hræðslan við að missa foreldra sína er eðlileg og nær hámarki á vissum aldri barnsins.

Ég hugsaði líka oft um það að ég ætti bestu foreldra í heimi og ég myndi aldrei vilja skipta um foreldra við nokkurt barn. Það hlytu líka allar vinkonur mínar að öfunda mig af því að eiga þessa frábæru foreldra.

Þetta eru krúttlegar barnshugsanir ..en þessar hugsanir hafa lítið breyst þótt ég sé orðin fullorðin í dag.Ég á  ennþá bestu foreldra í heimi . 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mikið er þetta fallegt Ester mín. Ég man að mig dreymdi að pabbi væri dáinn þegar ég var lítil og ég grét og grét. Mikið var ég fegin þegar ég vaknaði og vissi að pabbi væri lifandi. Mér fundust líka foreldrar mínir vera bestu foreldrar í heimi. Þannig á það að vera og við ég og þú við vorum heppnar að eiga þannig foreldra.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.7.2006 kl. 10:36

2 Smámynd: Ester Júlía

Takk fyrir þetta elsku Jórunn. Já ætli flest börn upplifi ekki hræðsluna við að missa foreldra sína. Alla vega þau heppnu börn sem eiga góða foreldra eins og við tvær.

Ester Júlía, 31.7.2006 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband