Köttur og hundur í leik

Setti inn smá myndaseríu af Ketti og hvolpi.  Það er mjög fyndið að horfa á þá saman. Hvolpurinn lætur hreinlega ekki Simba gamla vera og það er ótrúleg þolinmæði sem kötturinn sýnir. 

Hann lyftir loppunni og klappar honum, en aldrei fast og aldrei klær úti.  Hvolpurinn hangir "í orðsins fyllstu" á kettinum þegar að greyið gengur um gólfið.  Simbi stekkur upp á stól eða annað þar sem hann fær frið , þegar hann er orðinn þreyttur á Lúkasi. Því Lúkas getur ekki stokkið upp á neitt ennþá.

Gefst ekki upp þrjóskan..*dæs*Skilurru ekki?

 

 

 

 

 

 

Smá klapphm..já passaðu þig

 

 

 

 

 

 

urrr Ég skal ná þér

 Simbi að sið'ann


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Voða gaman hjá þeim.  Svo krúttlegir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.5.2007 kl. 14:45

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sá gamli endurheimtir æskuna með þessu. Gaman að sjá þessar myndir. Mikið ertu heppin að eiga svona æðisleg dýr. Kisurnar mínar leika sér talsvert meira, alla vega Tommi, þegar Simbi, ungur stjúpköttur minn, kemur í pössun.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.5.2007 kl. 15:55

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mikið er gaman af þessum myndum.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.5.2007 kl. 21:34

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Flottar myndir

Heiða Þórðar, 31.5.2007 kl. 23:01

5 identicon

Vá þvílík snilld.. algerar dúllur og Simbi alveg í takt við Alladin:) svo góður!!!!

Díana (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 17:31

6 Smámynd: Ester Júlía

Guðjón - já þetta er raun fyrir aumingja köttinn. Ótrúleg þolinmæði sem hann sýnir þó.   Já veistu Gurrí, Simbi endurheimtir svolítið æskuna aftur..og fær HREYFINGU sem veitir ekki af , er allt of feitur .  Díana..Simbi og Alladín voru ótrúlega líkir kettir..hefðu verið góðir saman .

Takk þið öll fyrir kommentin.

Ester Júlía, 1.6.2007 kl. 19:57

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá yndislegar myndir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2007 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband