Miðvikudagur, 16. maí 2007
**Brúðarkjólar**
Það er alltaf gaman að spá í brúðarkjólum. Hvernig kjól myndi ég gifta mig í ef ég gæti ráðið því hvernig kjóllinn yrði og þyrfti ekkert að spá í aurinn. Og ætti kjóllinn að vera hvítur eða rjómahvítur..jafnvel rauður eða svartur? Svart er alltaf soldið kúl.
Þegar ég var ung ( yngri og ógift)þá langaði mig alltaf til að gifta mig í stuttum , þröngum flegnum kjól. Svona sumarkjól. Hann átti jafnvel að vera rauður.
Ég er tvígift. Í fyrra brúðkaupinu var ég í hálfsíðum hvítum síðerma kjól sem var tekinn saman á annari hliðinni. Hann var ekki fleginn enda fannst mér það ekki tilheyra þar sem ég var komin 2-3 mánuði á leið af fyrsta barninu. Ég keypti hann "Hjá Báru" á Hverfisgötunni. Ég held ég hafi hent honum í flutningunum síðast ( hvað var ég að spá)!
Í síðara brúðkaupinu ( og vonandi því síðasta) var ég í hvítum EKTA brúðarkjól sem ein gömul vinkona mín lánaði mér. Hann var ekki hvítur heldur rjómahvítur mjög fallegur, síður og soldið fleginn. Það var ótrúleg tilviljun að ég fékk þennan kjól að láni. Eða réttara sagt, ótrúleg tilviljun að ég skyldi hitta þessa vinkonu mína tveimur mánuðum fyrir brúðkaupið.
Ég rakst á hana á förnum vegi, hafði þá ekki séð hana í tíu ár. Við fórum að spjalla og ég sagði henni að ég væri að fara að gifta mig. Hún spyr hvort ég sé búin að redda kjól og ég segi nei sem satt var. Hún segist þá geta lánað mér brúðarkjól sem hún átti, stærðin myndi örugglega passa. Og það kom á daginn, kjóllinn smellpassaði og var svona líka flottur!
Mamma mín gifti sig í dásamlega rómantískum kjól. Mig minnir að hann hafi verið blár. Sem sagt ekki hvítur. Pabbi og mamma giftu sig líklega 1973. Ég veit ekki hvort það var algengt þá að gifta sig í öðrum lit en hvítum. En fallegur var kjóllinn og hjónabandið hefur enst. Þau eru ástfangin sem aldrei fyrr.
Athugasemdir
Brúðarkjólar eru æðisleg pæling! Ég sjálf reifst nú við minn alla leið í .... já á skrifstofuna....hehe. Íklædd hvítum kjól. Veruleikinn var ekki alveg einsog ég hafði látið mér dreyma um.....
Eigðu góðan dag mín elskuleg
Heiða Þórðar, 16.5.2007 kl. 08:03
Ég gifti mig í brúðarkjól sem eldri systir mín á sem keyptur var hjá Báru.Dæturnar hafa fengið hann að láni til að fara á grímuball En þetta er mjög falllegur rjómalitur kjóll með blúndum og pífum og reimuðu Berustykki og víðu pilsi og hattur í stíl.Þér finnst kjólarnir í dag gg flottir og glæsilegir.Rauður væri alveg að gera sig.
Solla Guðjóns, 16.5.2007 kl. 09:12
Á að vera mér finnst en ekki þér.Jafnvel þó ég viti að þér finnist
Solla Guðjóns, 16.5.2007 kl. 09:14
Mmmmm brúðkaup held bráðum uppá 17 ára brúðkaupsafmæli... vá og ég ekki nema 27 ára...eða svona næstum því...
bara Maja..., 16.5.2007 kl. 10:55
Örugglega algengast þá þegar foreldrar þínir giftu sig að vera í hvítum kjól. Var sjálf í kvítum altasilki kjól sem mamma saumaði fyrir mig og ég fann núlega aftur.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.5.2007 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.