Sunnudagur, 2. júlí 2006
Í sól og hita á Spáni eftir tvo daga!!
Sex þurrir dagar í Júní ..ekki nema von að allir séu kvefaðir í kringum mig, engin smá rigning sem búin er að vera síðustu daga. En það eru ekki nema tveir dagar ...ja eiginlega einn dagur þar til ég fer til Spánar svo ég sólarfíkillinn er tiltölulega róleg yfir þessu veðri. Ég sveiflast upp og niður í tilhlökkuninni, í gær hlakkaði ég rosalega til en í dag líður mér eins og ég sé ekkert á leiðinni út. Og svo er ég orðin kvefuð ( eins og allir hinir ) ...stútfull af kvefi, illt í hálsinum og höfðinu, já bara slöpp. Stutt síðan ég var veik, skil þetta ekki . Ég sem stunda líkamsrækt, borða hollan mat, tek vítamín..hvað er hægt að biðja um meira?
Iss þetta lagast , hef ekki áhyggjur af því..verður frábært að liggja í leti í sól og hita á Spáni eftir tvo daga.
Athugasemdir
Góða ferð og góða skemmtun, Ester mín.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.7.2006 kl. 22:19
Takk kærlega fyrir það Jórunn mín, hafðu það rosagott sömuleiðis :)
Ester Júlía, 3.7.2006 kl. 00:06
góða ferð sæta :D !! skemmtu þér úber súper vel ;) and don´t worry !! það fer allt vel ;) !! knús knús!
Sigrún útlendingur :)
Sigrún útlendingur :) (IP-tala skráð) 3.7.2006 kl. 01:28
Takk Sigrún mín :))))) Knús til baka;))
Ester Júlía, 3.7.2006 kl. 09:40
Ég á eftir að sakna þess að lesa bloggið þitt en njóttu þín í fríinu og sólinni ;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 3.7.2006 kl. 09:43
Takk Pálína :) ..en ég kemst nú kannski á netkaffi úti og þá verður sko bloggað ;)
Ester Júlía, 3.7.2006 kl. 10:49
Það er hitabylgja á Spáni, svo vertu vel byrg af sólarvörn!!
Bestu kveðjur frá Costa Blanca svæðinu.
Elín Björk, 3.7.2006 kl. 20:56
Hjúkk !!!! Ég hlakka til að lesa BLOGGIN (mikill vill alltaf meira)þín frá spáni. Fyndið hvernig bloggarar bætast svona einhvernveginn í kunningjahópinn. ég var einmitt í Kringlunni um daginn og sá andlit sem ég kannaðist við og viti menn það var einn af bloggurunum sem ég hef verið að lesa ;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 6.7.2006 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.