"FLUGSLYSIÐ MIKLA" - nú gerist það!

Ég er að fara til Spánar eftir nokkra daga. Við fjölskyldan.  Ég er flughrædd með eindæmum og býst alltaf við að hvert flug verði mitt síðasta.  NÚNA gerist það, FLUGSLYSIÐ MIKLA! Ég er samt að reyna að hugsa ekkert um flugið, óþarfi að magna upp hræðsluna. Eða hvað? Ég hef líka áhyggjur af ýmsu öðru sem getur valdið ótímabærum dauða fjölskyldunnar.  Las frétt um daginn um móskítóflugur sem bera í sér banvæna veiru..þessar móskítóflugur eru á Indlandi..ég sé vel fyrir mér að nokkrar hafi slæðst með moskítóflugunum á Spáni og við fjölskyldan séum í bráðri lífshættu. 

Eins með fjarstýrðar eldflaugar bandaríkjamanna og Kóreu...eða var það ekki annars Kóreu..(?) ..þeim verður skotið upp á leið minni til spánar og lenda í árekstri við flugvélina MÍNA.

Og ekki orð um það meir;)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæta sæta:) ég er nýlega komin heim frá Indlandi... fullt af moskító og ég mikið bitin og flugið tók rúma 9 klukkustundir frá London aðra leið:) Ég sit hér heima og blogga hress og kát. Allt hefur sinn tíma og sinn tilgang:)

Díana (IP-tala skráð) 29.6.2006 kl. 11:18

2 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Svo er auðvitað hægt að vera bara í rúminu ;-)

Anna Pála Sverrisdóttir, 29.6.2006 kl. 11:42

3 Smámynd: Ester Júlía

... sem betur fer er ég nú spennufíkill af guðs náð og nota tækifærið og fæ´úrás fyrir þá fíkn í fluginu ...Já Díana mín, maður er rugludallur :D. og Anna Pála ..jú ég get auðvitað alltaf verið í rúminu en ég held að ég kyngi nú bara vitleysunni og láti frekar vaða á Spán ;o)

Ester Júlía, 29.6.2006 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband