Þriðjudagur, 20. júní 2006
Yndislega kona
Hugsið ykkur lítið stúlkubarn. Stúlka sem þriggja ára gömul fór í pössun til eldra fólks þegar foreldrar hennar fóru í siglingu út í heim. Eldri hjónin heilluðust svo að barninu og barnið að þeim og það varð úr að þau tóku það alveg að sér. Litla stúlkan var hvers manns hugljúfi , hreint yndislegt barn og falleg var hún líka. Gekk vel í skóla, var hlýðin , prúð og góð við bæði menn og dýr.
Alltaf var hún til takst fyrir aðra, vildi öllum vel og hugsaði minnst um sjálfa sig. Þegar að gamli maðurinn dó eftir erfið veikindi, þá var hún til takst fyrir gömlu konuna, launaði henni vel uppeldið og gerði allt sem hún gat fyrir hana. Gamla konan veiktist og stúlkan sem þá var orðin kona og átti nú sitt eigið heimili og þrjú börn, hugsaði vel um hana, mataði hana og hjúkraði, verslaði og hugsaði um heimilið hennar. Enga átti gamla konan ættingja...en annað kom þó í ljós þegar að hún lést , þá skutu upp kollinum löngu horfnir ættingar sem þyrstu í eigur gömlu konunnar sem þó voru ekki miklar. Uppeldisdóttirin sem syrgði gömlu konuna eins og sína eigin móður, sá um jarðaförina og erfidrykkjuna. Merkilegt var að stór rotta tók á móti fólkinu á tröppunum heima hjá umræddri konu á leið í erfidrykkjuna og má vel segja að það hafi verið tákn um þá erfiðu tíma sem fylgdu í kjölfarið.
Rifrildi fjarskyldu ættingjana um málverk, skartgripi og fleiri eigur sem gamla konan hafði átt, heimili hennar var innsiglað að beiðni ættingjanna, svo engin ( uppeldisdóttirin m. a. ) sem lykla hafði að íbúð gömlu konunnar, gæti gengið þar inn, ofl. ofl. En þetta stóð uppeldisdóttirin allt af sér...þó svo að þetta hafi tekið mjög á hana andlega og að hún missti persónulegar eigur sem henni þótti vænt um. En þetta leið allt hjá. Alla tíð síðan, hefur þessi kona hugsað um leiði gömlu konunnar og gamla mannsins sem ólu hana upp. Hún og engin annar. Peningar skipta engu þegar að kærleikur er annars vegar.
Hún hefur lifað erfiða tíma en þessi kona hefur skapgerð sem flestir myndu öfunda hana af..hún hefur farið í gegnum lífið af bjartsýni og jákvæðni svo allt virðist leika í höndunum á henni. Hún setur ekki fyrir sér erfiðleika heldur horfir alltaf fram á við á lausnina.
Hún hefur líka átt yndislega tíma, reyndar má segja að hún hafi átt dásamlegt líf og má í raun segja að það sé mikið til hennar ljúfu skapgerðareiginleikum að þakka.
Hún á góðan yndislegan mann, heilbrigð börn , fallegt heimili og nú mun líf þessara konu og fjölskyldu hennar breytast enn til batnaðar þar sem að viss atburður sem beðið hefur verið eftir mjög lengi var að sigla í höfn. Og mikið innilega á þessi kona allt það besta skilið ..og uni ég engum þess betur.
Þessi yndislega kona er móðir mín.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 21.6.2006 kl. 05:13 | Facebook
Athugasemdir
vá!!! þessi saga greip mig í fyrstu línu !!
mamma þín er greinilega með hjarta úr gulli og allt þetta hefur án efa bara gert hana sterkari :) en það þarf mikla manneskju til að standa svona af sér !!!
hún á svo sannarlega allt það besta skilið :) bara húrra fyrir mömmu þinni :) !!!
Sigrún útlendingur :) (IP-tala skráð) 21.6.2006 kl. 02:50
Þú kemur úr góðum jarðvegi Ester. Finnst þér það ekki góð tilfinning að geta verið svona stolt af móður þinni? Að hafa átt svona góða og kærleiksríka móður? Ég þekki þá tilfinningu gagnvart móður minni heitinni. Blessuð sé minning hennar.
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 21.6.2006 kl. 07:48
Það er vissulega gott að geta verið stoltur af foreldrum sínum eins og þú getur verið Ester.Því miður eru ekki allir þeirrar gæfu aðnjótandi, það er til dæmis lítil reisn að eiga foreldra sem að hafa hugsað illa um mann og veitt slæmt uppeldi.Eða föður sem að fer reglulega á Litla Hraun til að greiða fyrir syndir sínar með frelsissviptingu.Því miður eru margir í svona sporum eða svipuðum og ekki stoltir af sínum foreldrum.
En ég segi, til hamingju með að eiga móðir sem að þrátt fyrir mikla erfiðleika og mótlæti, stendur heil og upprétt. Þú getur svo sannarlega verið stolt af að eiga svona góða konu fyrir móður.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 21.6.2006 kl. 10:04
Bíddu.. fóru amma þín og afi í siglingu og komu bara ekkert aftur? er ég sá eini sem er ekki að fatta þetta?
Annars er þetta geðveikt fallegt allt saman =)
Ólafur N. Sigurðsson, 21.6.2006 kl. 10:11
Takk fyrir falleg orð öll sömul. Já ég er svo sannarlega heppin að eiga svona góða móðir.
Ólafur..jú jú amma og afi komu til baka úr siglingunni..þau gerðu það, en hlutirnir æxluðust bara þannig að mamma fór ekkert heim til þeirra aftur..gott fólk samt sem áður :)
Ester Júlía, 21.6.2006 kl. 10:27
Þú skrifar svo fallega um hana mömmu þína. Hún er örugglega allveg sérstök kona, góð og tillitsöm.Þú getur verið stolt af henni. Ég held að þú hafir líka erft bjartsýni og góða eiginleika frá henni.
Það er annars andstyggilegt hvernig fólk lætur þegar peningar eru annars vegar.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.6.2006 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.