Hvað brennum við miklu við hinar ýmsu athafnir:

Svefn Þú brennir 65 hitaeiningum á klst við svefn
Ganga Þú brennir allt að 250 hitaeiningum á klst við göngu
Hjóla Þú brennir meira en 300 hitaeiningum á klst við það að hjóla
Skokk Þú brennir allt að 400 hitaeiningum við skokk 
Sund Þú brennir meira en 500 hitaeiningum á klst við það að synda
Skvass Þú brennir 650 hitaeiningum á klst við að spila skvass
Lyftingar Þú brennir allt frá 500-800 hitaeiningum á klst við lyftingar

Tekið af www.protein.is.

 Fríða Rún næringafræðingur fitumældi mig í fyrradag.  Það kom mér heldur betur á óvart að eftir að ég byrjaði á þyngingarprógramminu og góðu mataræði , hef ég þyngst um 2 kg! Og það eru bara þrjár vikur síðan ég byrjaði í prógramminu.  Jahérna. Enda er ég farin að finna mun á fötunum mínum.  Gallabuxur orðnar of þröngar og ég veit ekki hvað og hvað.  Öfugt við mjög marga er ég bara nokkuð ánægð með það :D.  Ekki er þetta fita, það er eitt sem víst er.  

Fituprósentan var 18,4 % sem mér finnst nú heldur mikið, en hún mun að sjálfsögðu fara lækkandi.  'Eg hef verið að lyfta nánast á hverjum degi, ætla aðeins að slaka á í því og taka brennslu frekar á móti.  Held það sé of mikið fyrir mig að lyfta þungt prógram á hverjum degi.    En kviðvöðvarnir fá að finna fyrir því á hverjum degi, ég SKAL ná sixpakkinu!  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

Er að spá í að fara í svona fitumælingu soon.. er samt alveg of léttur held ég ... 194cm og 74 kíló .. heeeeerrrrra tannstönguuulll =)

Sennilega útaf því að ég sef svo mikið .. meina .. sofa í 16 tíma og þá eru bara kominn með jafnvirði 2 klukkustunda joggs :D

Ólafur N. Sigurðsson, 14.6.2006 kl. 20:05

2 Smámynd: Ester Júlía

Sæll Henrý. Þú virðist vera í góðu lagi varðandi mataræðið. Jú það er gott að spá í hvað þú lætur ofan í þig af kolvetnum, en það fer líka svolítið eftir því hvort þú ert að þyngja þig eða létta. Ef þú ert að þyngja þig, þá er gott að taka mikið af kolvetnum. Og hugaðu af prótein neyslunni, hún á að vera 1,2 gr. á hvert kíló líkamsþyngdar. Kíktu á nýjasta bloggið mitt. þar eru smá upplýsingar um næringuna.

Ólafur : Þú ættir kannski að sofa minna, það gæti hjálpað :Þ En mæli með fitumælingunni, þá sérðu svart á hvítu hvar þú ert staddur.

Ester Júlía, 15.6.2006 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband