Siglt um sundin blá..

Fitness-keppandi

Áður en ég byrja þessa bloggfærslu, langar mig að taka það fram að myndin sem tengist færslunni er EKKI af mér :)). Laugardagur ..og ég vaknaði klukkan átta til að fara á æfingu. Haldið að það sé rugl :).  En ég er orðin háð æfingunum svona eins og fólk verður háð því að hlaupa. Ég mætti nú samt ekki fyrr en hálfellefu niðrí World Class..var svo værukær eitthvað.   Tók Brjóst og þríhöfða í dag ásamt 150 kviðæfingum.  Tek alltaf kviðæfingar eftir hverja æfingu og reyni að hafa þær fjölbreyttar.

 Þegar ég var í bekkpressunni að hvíla og var að fara að byrja á fjórða og síðasta settinu , þá var ég kölluð upp í kallkerfinu.  Ég rölti mér fram í afgreiðslu og haldið ekki að hún Sara mín kæra vinkona hafi staðið þar með fangið fullt af nammi!  Hún er nýkomin frá London og keypti handa mér nammi í fríhöfninni þessi elska.  Þetta verður að sjálfsögðu laugardagsnammið..ég er nefnilega algjör nammifíkill og verð að reyna að hemja mig og halda mig við laugardagana.  Ætla ekki að sleppa nammideginum, frekar að rugla aðeins líkaman ( sem fær sjokk þegar að óhollustan kemur eins og skrattinn úr sauðaleggnum, og setur þá vonandi brennsluna alveg á fullt :).  Ég held ég eigi inni einn sukkdag í viku, þar sem ég er rosalega dugleg í hollu mataræði, sex daga vikunnar.

Dagurinn í dag var mjög góður.  Við Olli litli skruppum niður í bæ, fórum í kolaportið, svo röltum við um á hafnarbakkanum, fórum og skoðuðum varðskip, það var gaman að fá að kíkja inn í það , fórum meira að segja niður í vélarsalinn.  

Síðan ákvað ég að kíkja einn rúnt með Sæbjörgunni, skipi  slysavarnarfélagsins. Keypti vöffu og appelsín um borð fyrir Olla og svo stóðum við uppi á þilfari á meðan Sæbjörgin sigldi um sundin blá.  Það var rosalega gaman og Olli skemmti sér ekkert smá vel.

Fórum upp í brúnna og Olli horfði út um gluggann hjá stýrimanninum og allt í einu segir hann " vá við erum alveg að koma til spánar" !  .....hahahahahahaha..ég sprakk úr hlátri og sá að fleiri áttu bágt með sig.   

Ætla Esjuna á morgun ef veður leyfir, annars verður brunað niður í Laugar :).  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

Ég vill ekki vera vondur.. en .. þú hræðir mig næstum því =o

Ólafur N. Sigurðsson, 10.6.2006 kl. 22:50

2 Smámynd: Ester Júlía

Ef þú ert að meina myndina, þá getur þú hætt að hræðast því þetta er ekki mynd af mér:) Ef þú ert að meina skrifin ..þá hm... get ég víst lítið gert í því :D

Ester Júlía, 10.6.2006 kl. 23:11

3 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

Já meinti myndin .. sýndist þetta vera þú fyrirgefðu =D

Annars er það rétta að einn nammidagur í viku er betra heldur en svona hardcore diet dæmi 24/7 því að það slær líkamann útaf laginu og í kjölfarið er brennslan betri og eitthvað.

Ólafur N. Sigurðsson, 10.6.2006 kl. 23:20

4 identicon

Ester mín eigum við e-ð að ræða hvað þú fékst þer á föst ;) hehehe :) Ég vona að þú sért ekki búin með nammið :) See you in work baby ;)

Ellen world class pía (IP-tala skráð) 11.6.2006 kl. 13:18

5 Smámynd: Ester Júlía

Hehehe...Ellen.. Nei við tölum ekki um það! En það var nú líka spes...grill og sonna... Sé þig á eftir dúllan mín, ef þú ert að vinna þs. :D

Ester Júlía, 11.6.2006 kl. 13:41

6 identicon

Jæja núna er ég komin á neðri hæðina! og ætla að henda slóðinni að síðunni minni inná... hún er... blog.central.is/ellenbjons... see ya babe

Ellen (IP-tala skráð) 13.6.2006 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband