Ekki hundafærsla!

Hálsakot Ég var að koma úr sumarbústað fjölskyldunnar , Hálsakoti í Hvalfirði.  Þvílík endurnæring og dásemd.  Fórum í gær eftir annasaman Laugardag, varð að kaupa afmælisgjöf fyrir Olla minn sem á afmæli 10. apríl.  Afmælið kemur sem sagt upp á þriðjudegi eftir páska og að sjálfsögðu á hann að fá afmælisgjöfina um morguninn , áður en hann fer í leikskólann.  

Hljóp búð úr búð, fann ekki það sem ég var að leita að, og þvílík mannmergð!  Eins og þetta væri síðasti opnunardagur fyrir ..ja ..sumarið? ......hehe..Ótrúlega mikið í búðunum.  Tounge.  En fann að lokum það sem ég leitaði að.   Og svo þurfti að fara í apótek, taka bensín, matvörubúð..við ætluðum aldrei að komast af stað.    Komumst þó  upp eftir um fimmleytið, létum strax renna í pottinn, kartöflurnar á grillið , og svo getið þið  ímyndað ykkur rest Joyful Rosa notó. Ótrúlegt hvað maður verður afslappaður í sumarbústað, afhverju ætli það sé ? Eins og maður sleppi í burtu öllum áhyggjum, manni líður dásamlega.  Maður bara "er".Rjúpan á veröndinni

Rjúpa sem hefur gert sig heimakomna í bústaðnum, vappaði í kringum okkur og sat okkur til samlætis á veröndinni meðan við drukkkum morgunkaffið.  Ótrúlega spök enda foreldrar mínir miklir fuglavinir og laða að sér fugla, allt frá örnum til rjúpna.  Rjúpan var feit og pattarleg.

Komum sem sagt heim áðan, skruppum til pabba og mömmu í kaffi fyrst..kaffi og bestu pönnsur í heimi...InLove.  Páskalærið í ofninum núna, ég skulda mér góðan göngutúr en vantar ORKU..enda stóra páskaeggið sem ég fékk nánast búið Blush. PS. Uppskrift í athugasemdum í fyrri færslu.

Olli - bráðum afmælisbarn í bústaðnum. Á leiðinni heim ..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

MMM hljóma vel svona páskar  Og til hamingju með Olla þinn á þriðjudaginn. Ég skil alveg hvað þú meinar maðurinn minn á afmæli 3 jan. Ég kaupi alltaf afmælisgjöfina fyrir jól, því svo eru bara fataútsölur og tallningardagar og allt lokað

Sigrún Friðriksdóttir, 8.4.2007 kl. 18:51

2 identicon

Gleðilega páska  gott að geta aðeins slappað af.. við erum bara í Hveró í notalegheitum

Svava (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 19:25

3 Smámynd: bara Maja...

Takk fyrir uppskriftina *slurp* og gleðilega páska til þín og þinna

bara Maja..., 8.4.2007 kl. 20:16

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk elsku Ester fyrir uppskrift.  Æðislegur þessi bústaður og þar sem ég rjúpuætan fékk ekki rjúpur í fyrsta sinn frá 1984 s.l. jól fékk vatn í munninn þegar ég sá myndina (segi sonna).

Takk fyrir færslu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2007 kl. 23:43

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Til hamingju með Olla

Solla Guðjóns, 8.4.2007 kl. 23:52

6 Smámynd: Ester Júlía

Þakka ykkur öllum fyrir . Og Jenný ..hahaha...ekki hissa þó rjúpan hafi haft þessi áhrif á munnkirtlana, hún er svo feit og pattaraleg þessi elska Bústaðurinn er æði..þið ættuð að sjá inní hann..

Ester Júlía, 9.4.2007 kl. 10:57

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Frábærar myndir og frábært að komast í svona bústað.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.4.2007 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband