Föstudagur, 6. apríl 2007
Hvolpapabbinn Hermann
Þið fáið bara bloggfærslur um hunda frá mér þessa daganna . Fór í dag að heimsækja pabba hvolpsins míns. Sá býr í Reykjavík og heitir Hermann. Innfluttur verðlaunahundur. Og sá er æðislegur. .Þvílíkt fallegur! Ég ætlaði ekki að geta komið mér út, hefði vel getað verið þarna allan daginn bara .
Fór út í langan göngutúr fyrripartinn, labbaði hálfa leið til mosfellsbæjar og á leiðinni hringdi vinur minn í mig sem sagðist ætla að ná i mig og keyra mig heim. Spreyja vatni yfir mig úr úðabrúsa svo ég gæti logið því að ég væri svo sveitt eftir gönguna . Hann kom nú reyndar ekkert..svo ég varð að klára gönguna og verða "sjálf"sveitt . Var með fylltar beikonvafðar kjúklingabringur í matinn, er hreinlega að springa ennþá en mikið voru þær góðar!
Athugasemdir
Hann Hermann er nú meiri snúllan skil vel að þig langaði bara ekkert að fara frá honum.
Knús
Kolla, 7.4.2007 kl. 00:22
páskainnlitskveðja
Ólafur fannberg, 7.4.2007 kl. 09:29
Kjúklingur svíkur ekki. Já, aðalmálið hjá þér þessa dagana eru hundar. held ég.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.4.2007 kl. 12:18
Uppskrift takk, hljómar vel beikonvafðar kjúklingabringur, namm... hann Hermann er flottur, það verður gaman að sjá mynd af litla hvolpinum sem þú velur þér
bara Maja..., 7.4.2007 kl. 18:29
Já ég vil uppskrift. Ef þú vildir vera svo væn Ester mín
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2007 kl. 20:19
Gleðilega páska Ester mín, ég passa mig að skoða ekkert of mikið hundana hjá þér, ég þarfnast víst ekki hunds núna á meðan ég get ekki séð um sjálfan mig einusinni en ég fékk kast eftir að ég las um papillionana hjá þér og fór á netið, en nei ætla ekki að bæta við í fjölskylduni núna
Knús og klemm
Sigrún Friðriksdóttir, 8.4.2007 kl. 14:09
Gleðilega páska og til hamingju með voffffffffa!!! Sá er sætur!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 14:48
Uppskrift að fylltum kjúklingabringum : ÉG sker í bringurnar miðjar ( ekki alla leið) og set rjómaost á milli. ( helling) Það má setja í rauninni hvað sem er á milli með rjómaostinum, sólþurrkaðir tómatar eru td. góðir.
Krydda bringurnar með góðu kjúklingakryddi. Vef beikonsneiðum utan um hverja og eina bringu , td. tvær á hverja , þannig lokar maður bringunum og kemur gott bragð af beikoninu. Inn í ofn í ofnfast fat í 35-45 mín. (180gr á blæstri).
Það má svo hafa eitthverja góða sósu með, ég hafði barbequesósu í þetta skiptið, mjög einfalt, notaðist við tibúna barbequesósu úr flösku, blandaði rjóma saman við. Gott að blanda saman við þetta pesto..ef til er.. Bara að prófa sig áfram. Bon appetit...
Ester Júlía, 8.4.2007 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.