Lúxus í tannlæknastólnum.

Ég settist í nýtískulegan stólinn, hallaði mér aftur á bak, var spurð að því hvort ég vildi fá þrivíddargleraugu og kannski horfa á friends ? Ég varð svo  hissa að ekkert orð kom frá mér og því var  gleraugunum skellt á mig, mér þrykkt niður í stólinn aftur og þar lá ég og horfði á einn þátt af friends og byrjunina á öðrum á meðan grúskað var í tönnunum á mér.   Þvílík snilld!!! Þrívíddargleraugu ..   friendsVar ekkert að spá í því hvað tannsa var að gera, og tíminn leið ógnarhratt.  Afhverju er þessu ekki komið fyrir í flugvélum, þá sleppur maður við að píra augun til að reyna að sjá á skjáinn sem er btw alltaf tveimur sætaröðum frá mér.  ( mín seinheppni) . En nú er alldeilis tíðin önnur,  nú er gaman að fara til tannlæknis, ætli hún eigi "LOST" ?   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

allir til tannsa í dvd

Ólafur fannberg, 20.3.2007 kl. 14:22

2 identicon

hey var að fá mér nýjan tannlækni, eftir að hann bað mig að halda sjálf á speglinum!! haha smá grín en hann var búinn að vera svo lengi í faginu að það lá við sko hehe... en ekkert svona sjónvarpsgleraugu hjá mínum nýja tannsa búhú.. .en hann er svaka fínn samt

Svava (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 16:26

3 Smámynd: Ester Júlía

Og er örugglega ekki með klínku og er þvi ódýrari ekki satt ? ........Fatta ekki hvernig tannlæknar réttlæta þennan gífurlega kostnað ...efniskostnaður hvað!  Spurning um að kaupa efnið á E-bay .. mæta til tannsa og .." hei ég kom með efnið með mér" .  Fyndið þetta með spegilinn hahaha.

Ester Júlía, 20.3.2007 kl. 16:32

4 Smámynd: bara Maja...

Mín tannsa er líka með svona lúksus, kannski með sömu tönnsu ? Það er ótrúlegt að geta "gleymt" sér í stólnum og næstum vonað að hún verði lengi þannig að maður nái einum til tveimur þáttum... bara soldið erfitt að hlæja með munninn fullann af tannlækni

bara Maja..., 20.3.2007 kl. 17:13

5 Smámynd: Ester Júlía

Eins gott að myndin sé ekki OF fyndin .  Kannski erum við með sömu tönnsu..mín er í Hlíðarsmára ;) 

Ester Júlía, 20.3.2007 kl. 17:18

6 Smámynd: Kolla

Humm, ætla sko að leggja inn beiðni hjá mínum tannlækni. 

Kolla, 20.3.2007 kl. 18:09

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já, allt erhægt í dag. Ég er bara svo forvitin að ég vil vita hvað verið er að gera við mig. Knús.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.3.2007 kl. 19:38

8 identicon

Ohh vá lúxus !! Ég væri til að fara þangað. Ég HATA tannlækna ! Þannig kannski mar gæti gleymt sér í Friends á meðan hehe.....

Melanie Rose (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 21:11

9 Smámynd: bara Maja...

Mín tannsa er í Grafarvoginum...

bara Maja..., 20.3.2007 kl. 23:51

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Það er stundum hasar á biðstofunni hjá honum tannsa mínum

Ég gæti aldrei horft á einhverja mynd eða þátt með munninn uppá gátt og allt þetta boradót og sog og  vúbbubúbb

Solla Guðjóns, 21.3.2007 kl. 01:50

11 Smámynd: Kaffikelling

oh ég þarf að komast til svona tannlæknis........

Kaffikelling, 21.3.2007 kl. 09:22

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Líst vel á þetta!!!

Hvítt umslag með ákveðnu innihaldi (ekki mistilbrandi) leggur af stað til þín í dag, elskan mín!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.3.2007 kl. 13:49

13 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ohh ég vildi að minn hefði verið með svona !

Gerða Kristjáns, 21.3.2007 kl. 21:01

14 Smámynd: Ester Júlía

Gurrý - Takk fyrir að láta mig vita, annars hefði ég þurft að afhenda lögrelglunni umslagið... híhí Þúsund þakkir!!

Ester Júlía, 21.3.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband