Miðvikudagur, 14. mars 2007
Rafmagnslaus í kulda og trekki...
Ekki fyrir svo löngu síðan varð bíllinn minn rafmagnslaus fyrir utan Laugar. Sjá færslu : http://estro.blog.is/blog/estro/entry/99788/Og ástæðan var sú að ég gleymdi að slökkva ljósin í mælarborðinu. Það hafði farið öryggið sem gefur til kynna að ljósin séu kveikt - pípir ef ég gleymi að slökkva. Ég lofaði sjálfri mér því þegar ég varð rafmagnlaus að láta setja nýtt öryggi strax daginn eftir . Auðvitað lét ég ekki gera það og fékk að finna fyrir því í gær.
Ég kom röltandi að bílnum klukkan rúmlega 19 í gærkvöldi. Sá strax að ljósin voru á bílnum og blótaði sjálfri mér í sand og ösku. Auðvitað var blessaður bíllinn rafmagnslaus en ekki hvað ! Ég hringdi í Hreyfil/Bæjarleiðir og bað um bíl með startköplum og eftir að konan á skiptiborðinu hafði athugað málið , sagði hún að það væri löng bið í næsta lausa bíl. Ég hafði engan tíma í að bíða eftir því. Sit svo í bílnum mínum og brýt heilann þegar kemur bíll og leggur í stæði skáhallt á móti mínum. Ég rýk út úr bílnum og spyr manninn ( ungur myndarlegur strákur) hvort svo skelfilega ólíklega vilji til að hann sé með startkapla? Og mér til mikillar furðu segir þessi engill" Já ég á að vera með það" Hann fer svo og nær í kaplana og ég þakka guði fyrir þessa slembilukku á tímum nýrra bíla þar sem startkaplar eru næstum því úrelt fyrirbæri.
Við stöndum svo úti í grenjandi rigningu (merkilegt hvað er alltaf brjálað veður þegar ég verð rafmagnslaus) og tengjum bílana saman. Ég fer inn og prófa að starta og - ekkert gerist?! Hm.... við brutum heilan ( minn var að brotna í sameindir) og prófuðum að tengja aftur ..en það var sama, ekkert gerist. Stóðum úti í grenjandi rigningunni , hann reynir að tengja betur en þá vildi ekki betur til en svo að einn kapallinn brotnar í sundur. Strákurinn reynist sem betur fer laginn og tekst að koma honum saman aftur. Ég spyr strákinn hvort ég sé ekki að tefja hann svakalega - " nei nei þetta er ekkert mál" er svarið. Hann er orðinn rennandi blautur greyið og ég fæ svaka samviskubit. Tengjum aftur en sama sagan, bíllinn alveg dauður. Við stöndum svo bæði úti og horfum ofan í húddin..rigningin lekur úr hárinu á mér , niður á andlitið og ég skelf af kulda. ( og örugglega hann líka). Hann prófar tenginguna aftur og nú fáum við blossa, greinilega samband svo ég sest inn í bílinn minn og prófa að starta og vola......hann rýkur í gang!!
Ég þakka manninum innilega fyrir ( langar helst að faðma hann og kyssa en það var auðvitað ekki viðeigandi) , kvaddi og hélt heimleiðis.
Athugasemdir
Það er gaman að vita til þess að það séu enn þá til herramenn og það ungur sem eru til í að aðstoða konur í bílanauð.
Solla Guðjóns, 14.3.2007 kl. 10:19
ÉG var farin að halda að ástæðan væri sú að bíllinn (sem ég ákvað að væri sjálfskiptur) væri ekki í park og þ.a.l. ekki hægt að starta. Það er nefnilega dæmigert fyrir mig að lenda í þannig aulalegum aðstæðum. En ég þekki það að það er bölvað bras að fá start, lenti í miklu æfintýri þann 3.jan sl.
Englavinakærleikskveðja
Íris frænka (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 10:29
hehehe ég er með startkapla sem hlaða sig sjálfir eftir hleðslu nýjasta tækni hehehe bara að bjalla hefði bjargað þessu hihihihih
Ólafur fannberg, 14.3.2007 kl. 10:49
Já Ollasak, ég var líka ekkert smá hissa!! Írís frænka , híhí..já það hafði svo sem verið eftir því . En bíllinn er beinskiptur, verst að það eru engar brekkur þarna í laugardalnum , þá hefði maður bara brunað af stað ... 'Oli , já en þú ert alltaf neðansjávar ..þorði ekki að hringja
Ester Júlía, 14.3.2007 kl. 12:26
Já, Ester það er til fullt af góðum m önnum bæði ungum og eldri sem bjarga okkur konunum. Það er yndislegt.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.3.2007 kl. 14:41
Það er óþolandi að lenda í svona, en gott að hitta á góða til að hjálpa
Núna ferð þú og kaupir þessi öryggi góða mín !
Gerða Kristjáns, 14.3.2007 kl. 20:42
Já ekkert smá leiðinlegt þegar bíllinn mans verður rafmagnslaus. En það er auðvitað ekkert að því þegar að ungir myndarlegir strákar eru til í að hjálapa manni
Kolla, 14.3.2007 kl. 21:06
Já það er yndislegt Jórunn mín. Ég LOFA að fara strax og kaupa öryggið Gerða mín *skelfábeinunum*
Kolbrún ...EINMITT.. ekkert að því sko
Ester Júlía, 14.3.2007 kl. 21:23
Æjj sæti !! Þarna varstu heppin
Melanie Rose (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 21:27
Híhí já
Ester Júlía, 14.3.2007 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.