Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Leiðindi :(
Ég er miður mín eftir atvik í vinnunni í dag. Mig sárnaði mjög og ég var alveg gáttuð á framkomu þess sem í hlut á. Oft hef ég orðið hissa á því hvernig fólk er og lætur en nú varð ég alveg standandi bit. Ég átti þetta ekki skilið , veit ég það vel enda varð ég mjög undrandi þegar ég fékk "blauta tusku i andlitið" frá þessum aðila. Ótrúlegt hvað ég tek þetta nærri mér enda er ég ekkert sérlega töff týpa og hörð þegar kemur að samskiptum við annað fólk. Reyni frekar að vera samvinnuþýð , þægileg og greiðvikin.
Ég veit vel að ég get ekki unnið undir þessum kringumstæðum, kæri mig ekki um það og er ekki nógu kúl til þess. Get ekki látið eins og þessi manneskja sé ekki til og horft bara í gegnum hana. Ég nenni engum leikjum , ég vil geta verið ég sjálf og ekki þurfa að leika mig eitthvað annað.
Get hvorki né vil fara nánar út í þetta atvik sem gerðist, enda gæti einhver rekist hér inn sem þekkir eða er tengdur þessum aðilia og ekki vil ég gera illt verra. En það er gott að fá smá útrás á blaði.
kv. Ester
Athugasemdir
Getur hentað þér að líta þannig á, að þessi blauta tuskugjöf segi meira um manneskjuna sem þannig hagaði sér en þá sem fyrir varð, þig? Það er alltaf erfitt að verða fyrir óbilgjarnri framkomu sem maður upplifir sem óverðskuldaða. Gangi þér vel!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.2.2007 kl. 22:49
Jú satt segiru Guðný. Réttast og rétt er að líta þannig á málið. Auðvitað segir þessi ótrúlega ósanngjarna ( sem ég get ekki sagt frá) framkoma þessa aðila í minn garð mest um hann sjálfan. Því myndi hver heilvita manneskja vera sammála. Takk kærlega fyrir innleggið , virkilega gott að líta á þetta svona eins og þú sagðir.
Ester Júlía, 22.2.2007 kl. 22:57
Ég segi nú bara af eigin reynslu þegar ég fékk eina mest særandi og ósanngjörnustu drullutusku í andlitið að"hver flýgur eins og hann er fiðraður,illa fiðraðir eiga það til að brotlenda,reyna þó alltaf að hefja sig til flugs á ný. EN ekki á mínum vængjum.PUNKTUR.Við erum greynilega svolítið líkar í okkur.Þú jafnar þig á þessu.En svona lagað getur verið óendanlega sárt.En segir meira um hinn aðilan en þig
Solla Guðjóns, 23.2.2007 kl. 02:21
Veistu að stundum kemur fólk illa fram venga þess að því líður illa. Ég kýs að líta þannig á í flestum tilfellum. Stundum er þó fólk bara einfaldlega dónar og ruddar og kannski ekki hægt að svekkja sig mikið á þvi.
Best er að vita hver maður er, fyrir hvað maður stendur og þá verður þetta miklu léttara.
Mundu að góður vinur er gulli þyngri og alltaf ott að eiga trúnaðrvin sem maður getur komið öllu ,,ruslinu" yfr til og fengið útrás.
Eymundur (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 06:16
Reyndu að láta þetta ekki sitja of lengi í þér, þú ert sterkari en það. Knús og kram
Gerða Kristjáns, 23.2.2007 kl. 11:31
Æ Ester mín. Mikið er þetta leiðinlegt. Ég skil ósköp vel að þér sárni þegar fólk kemur ílla fram við þig og ég veit að þú átt það ekki skilið. Sumt fólk þolir bara ekki að aðrir séu hugulsamir og góðir. Ég veit að þér líður betur á morgun.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.2.2007 kl. 21:33
Ég var búin að skrifa svo sætt komment hjá þér í gær ... þá kom villumelding þegar ég ætlaði að senda það ... um að ég hefði ekki leyfi til að kommenta hjá þér . Ætlaði að skella þessu aftur inn eftir smá ... og svo er bara kominn sólarhringur! Sorrí darling, vona að þér líði betur. Alltaf ömurlegt að lenda í svona fólki. Guðný Anna er snillingur, tek undir allt sem hún segir! Og hinir góðu bloggvinirnir!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.2.2007 kl. 22:28
sumir geta verið algjörir eða algjörar......
Ólafur fannberg, 23.2.2007 kl. 22:37
já fólk er stundun f**l
Gunna-Polly, 23.2.2007 kl. 23:39
Ég á ekki orð yfir að lýsa hvað mér þykir vænt um þessi komment frá ykkur kæru bloggvinir mínir. Ég þekki ykkur ekki nema í bloggheimum en það er stórkostlegt hversu djúpt orð ykkar snertu við mér. Mér líður miklu betur í dag , hef ekki talað við þennan aðlila enda hef ég ekki haft áhuga á því, ég er þannig gerð að ef einhver kemur illa fram við mig þá nístir það djúpt og ég fyrirgef ekki svo auðveldlega nema aðilinn biðji mig afsökunar - þá er allt gleymt um leið. En ýmislegt er í gangi sem vonandi hreinsar andrúmsloftið á vinnustaðnum. Kærar þakkir enn og aftur
Ester Júlía, 24.2.2007 kl. 00:42
Bestu kveðju frá mér sé að þú ert að vinna í málinu Dugleg stelpa.
Knús og klem frá mér
Sigrún Friðriksdóttir, 24.2.2007 kl. 02:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.