Mánudagur, 19. febrúar 2007
Vondar vatnsdeigsbollur
Ekki eru allar bollur góðar..dæs. Ég borðaði eina í gær, hafði keypt tilbúnar vatnsdeigsbollur frá ónefndu fyrirtæki, en það átti eftir að setja á þær. Ég bjó til bananarjóma og smurði innan í bollurnar og bætti sultu við. Varð fyrir gífurlegum vonbrigðum með bollurnar, þær voru þurrar eins og sandpappir og gjörsamlega bragðlausar ( fyrir utan eðalrjómann minn og sultuna). Kannski ég geri tilraun í dag og kem við í (öðru) bakaríi og kaupi mér eins og eina tilbúna bollu - bara til að smakka.
Þetta er Simbi, hann hefur ekki gott af bollu!
Annars skil ég ekki hvað vatnsdeigsbollur eru vinsælar, ég er sjálf miklu meira fyrir hinar ...þær eru bragðmeiri og þéttari í sér.
Ég held ekki uppi þeim sið að flengja börnin á bolludag með vendi. Þessi stærri ( 18ára) myndi í fyrsta lagi drepa mig ef ég birtist eins og skrattinn sjálfur inni hjá honum með bolluvönd á lofti, og ég held að sá litli ( að verða 5 ) myndi pissa í sig af hræðslu. Ég skoðaði nú samt vendina í búðinni um helgina og mér blöskraði nú eiginlega verðið - 299 kr fyrir prik með pappírsstrimlum á. Kaupi frekar bollu fyrir þann pening, kannski fæ ég jafnvel tvær bollur
Eigið frábæran bolludag!!
Athugasemdir
bolla bolla bolla
Ólafur fannberg, 19.2.2007 kl. 07:53
Varstu að flengja mig ? ..
Ester Júlía, 19.2.2007 kl. 08:00
hehehehe...á ekki að gera það á svona degi?
Ólafur fannberg, 19.2.2007 kl. 08:02
'Eg hélt að ég slyppi
Ester Júlía, 19.2.2007 kl. 08:07
ó nei ekki svona vel.....rafræn flenging...
Ólafur fannberg, 19.2.2007 kl. 08:14
Iss fáðu þér bara 2 stykki *hóst* ég borða fullt í gær og örugglega í dag líka..einhver þarf að klára þessar bollur sem ég fékk gefins í gær...þaggi annars hehe... Ég fékk bolli boll á rassinn af minni 6 ára í morgun hehe....bara gaman Hafðu það gott í dag á Bolludeginum
Melanie Rose (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 09:16
:)) Ef að bollan er góð þá fæ ég mér alla vega tvær..segi ekki meir .. Hafðu það gott sömuleiðis í dag .. æ dúllan hún dóttir þín, hefur haft gaman af að bolla mömmu sína
Ester Júlía, 19.2.2007 kl. 13:02
Leiðinlegt að bollurnar voru ekki góðar. Já bolluvendir eru dýrir.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.2.2007 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.