Guð og djöfullinn..Byrgið.

Ég hitti mann í gær sem var eitt sinn langt leiddur fíkill og útigangsmaður.  Kraftaverk þykir að þessi maður hafi náð sér á strik í þjóðfélaginu og er vel virkur þjóðfélagsþegn í dag.  Ég fór að spjalla við hann um Byrgið sem hann þekkir mjög vel þar sem hann hefur bæði verið sjúklingur þar og starsmaður.  Hann var myrkur í máli þegar hann talaði um hvernig komið er fyrir Byrginu í dag.   Hann sagði að sér þætti mjög vænt um Byrgið , gott hafi verið að vera þar og starfa,  það hafi hjálpað sér og mörgum öðrum og margt fleira hafi hann gott um staðinn að segja. 

Hann segir  " en svo snappar einn maður ....og allt er ónýtt...EINN MAÐUR!"  og svo var á honum að skilja að Byrgið hefði verið miklu meira heldur en bara þessi eini maður sem allt snýst um í dag.   Hann gekk svo í burtu hristandi höfuðið og greinilegt að þetta mál tekur á hann.  

Fyrir nær tutttugu árum síðan starfaði ég við hlið Guðmundar (Byrgismanns) í smátíma.   Þá var hann ekki búin að stofna Byrgið en vann þó í þágu Guðs þarft og gott verk.   Allir þeir sem störfuðu með Guðmundi litu upp til hans, enda kom hann vel fyrir , vann vel og var þess verður.   Á þessum tíma var hann ekki á ríkisstyrk heldur vann  af hugsjón, uppfullur af góðum ásetningi og kærleika í garð mannkynsins.  

Eitthversstaðar hefur hann farið út af sporinu. Því miður.  Því hann er  mannlegur eins og við hin.  Græðgi og girnd eru náskyld fyrirbrigði , sprottin af sömu rótinni.  Rót hins illa.   Eins og öfund og afbrýðisemi.

Gott og illt ..Guð og Djöfullinn.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð grein.

zoa (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 11:16

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

það býr djöfull inni hverri manneskju. Maður getur aldrei tekið hann burtu... Yin & Yang...

En það er styrkur að geta komið fram við aðra eins og maður vill að aðrir komi fram við mann sjálfan. Stundum kemur djöfullinn upp í manni og þá er það ennþá meiri styrkur ef maður getur viðurkennt gallann og biðst fyrirgefningar. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.1.2007 kl. 11:17

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

... Góð færsla hjá þér, Estro

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.1.2007 kl. 11:18

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég vildi líka segja að þetta er góð færlsa. Gott að heyra eitthvað annað en þessar hneykslunarraddir.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.1.2007 kl. 12:21

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Semsagt, Guðmundur er maður líka en fór út af sporinu.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.1.2007 kl. 12:22

6 Smámynd: Birna M

Þetta er alveg rétt, hann fór vel af stað en rann á einhverju bananahýði. Það er eiginlega ekki hægt að orða það öðruvísi. Hann snappaði einhversstaðar á leiðinni, hafði ekki bein í þetta.

Birna M, 20.1.2007 kl. 12:47

7 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ég tek undir þetta með þér að einn maður geti með verkum sínum (miðað við að umfjöllun í blöðum, á netinu og annarstaðar sé réttmæt) eyðilagt fyrir mörgum öðrum, í þessu tilviki starfsemi Byrgisins!

Sorglegt en líklega staðreynd, því miður.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 20.1.2007 kl. 14:10

8 Smámynd: Birna M

Byrgið var Guðmundur Jónsson, því miður. Það gat enginn tekið það yfir. Svo vill til að ég þekki aðeins til líka, og hvað mig varðar, hefur þessi umræða útskýrt ýmislegt fyrir mér, allt er að stemma eins og gott bókhald. Hlutir sem ég skildi ekki koma nú heim og saman.

Birna M, 20.1.2007 kl. 17:14

9 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt

Ólafur fannberg, 20.1.2007 kl. 20:58

10 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Góður pistill !!

Sigrún Friðriksdóttir, 20.1.2007 kl. 22:41

11 Smámynd: Ester Júlía

Birna ; já eflaust er Byrgið Guðmundur Jónsson. Þó er Byrgið starfsmennirnir og fólkið sem þár er hverju sinni. Eflaust átti þessi tiltekni maður við það.  

ÉG þekki Byrgið ekkert svo ekki get ég dæmt um það.  Mér finnst sjálfri þetta agalega sorglegt mál og ég kenni í brjósti í þá sem eiga í hlut.

Og Gunnar ; ofsalega rétt hjá þér með styrkinn að geta viðurkennt gallann og fyrirgefningin.  

Takk þið öll fyrir kommentin.

Ester Júlía, 20.1.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband