Nýju "barna"tækin í Worldclass og ..

ég náði prófinu! Fékk meira að segja 8,5. Og það í lífeðlisfræði! Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu!   Er alveg ofboðslega hamingjusöm.  Rafmagnslaus bíll hvað!        Ég var í allan dag á námskeiði i World Class.  Verið er að opna nýjan tækjasal fyrir börn sem heitir SHOKK.   Sérfræðingur frá Danmörku var með námskeið í þjálfunarfræði barna og kennslu á tækin fyrir okkur þjálfarana.  

Mér líst ofsalega vel á þetta, tækin eru sniðug, sniðin fyrir börn.  Litir eru notaðir til að stilla hæðina á tækjunum.  Og tækin eru öll í sterkum appelsínugulum lit og veggir í sama lit.  Svo verður músík í salnum, börnin geta meira að segja komið með sína eigin diska.  Þetta er fyrir börn 8-14 ára.   

Í dag eru allt aðrir tímar heldur en þegar ég var að alast upp.  Þá fóru krakkar út í Brennó og Yfir.. maður var alltaf úti að leika.   Í dag eru krakkar mikið í tölvunni og flest eiga þau sitt sjónvarp í sínu herbergi.  Flott að fara í ræktina með pabba og mömmu til að þjálfa þol, brenna og lyfta.  Aðgangur í SHOKK er bannaður fyrir fullorðna en pabbi og mamma æfa bara í stóra salnum á meðan ;).  

Hlakka til þegar þetta fer í gang sem á að verða sem fyrst.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

komin ný tæki ...verð að koma og fikta hehehe

Ólafur fannberg, 13.1.2007 kl. 20:39

2 Smámynd: Ólafur fannberg

og til hamingju með prófið

Ólafur fannberg, 13.1.2007 kl. 20:50

3 Smámynd: Ester Júlía

Ertu barn ..híhí ..annars ertu alltaf velkominn

Ester Júlía, 13.1.2007 kl. 21:11

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamingju með prófið. Vissi alltaf að þú myndir standa þig vel Ester mín.

Þetta með barnatækin er gott mál. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.1.2007 kl. 22:36

5 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Til hamingju með prófið. Svona á lífið að vera fullt af spennandi hlutum að gerast!

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 14.1.2007 kl. 13:37

6 Smámynd: Ester Júlía

Takk æðislega .. já nóg af skemmtilegum hlutum að gerast, manni leiðist þá ekki á meðan

Ester Júlía, 14.1.2007 kl. 15:11

7 Smámynd: Birna M

Kvitt

Birna M, 14.1.2007 kl. 18:30

8 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Frábær árangur á prófinu, til hamingju með það Og sniðug hugmynd með baranatækin

Knús Sigrún 

Sigrún Friðriksdóttir, 19.1.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband