Þá er þetta allt of langdregna eurovision búið , hér á íslandi að minnsta kosti. Sjónvarpið dró úrslitin í lengstu lög..haha.. ( í lengstu lög). Davíð bróðir minn var einn af þeim hundrað og eitthvað sem sendu lög í keppnina og einn af fáum sem komst í gegn.. Mér fannst lagið hans æðislegt..svolítið skandínavískt, hefði geta verið frá Dönum eða Svíum. Fannst lagið ekki fá þá athygli sem það átti skilið. En bróðir minn er sáttur, hann komst þó þetta langt.
This is my life - lagið sem vann, er hresst, skemmtilegt og töff..góðir söngvarar en eins og mörgum þá líkaði mér ekki kommentið sem Friðrik Ómar þurfti endilega að koma frá sér þarna í lokin upp á sviðinu. Hann hefði verið meri maður ef hann hefði þakkað fyrir spennandi keppni en nei.. í staðinn þurfti hann að "sparka í liggjandi mann".
Nenni svo ekki að tala meira um eurovision. Ég fór með hundinn minn "litla hundspottið" á Úlfarsfell á laugardaginn. Þetta er auðveld leið að ganga, fjallið er aflíðandi og ekki of bratt , nema efst - þar er smá bratti og ég hélt meira að segja á hundspottinu mínu niður því ég var hrædd um að hann myndi fljúgja niður brattann í öllum æsingnum.
Hljóp svo alla leið niður fjallið í snjónum með hundinn á hælunum og fannst svo hrikalega gaman að ég fór aftur á sunnudagsmorguninn. Veðrið var yndislegt, 4 stiga frost en sól og nánast logn. Og rosalega er fallegt að horfa yfir borgina og sundin blá ofan af Úlfarsfellinu. |