Föstudagur, 7. nóvember 2008
Hallgrímur alltaf góður
Þessa bók þarf ég að lesa. Ein af fyndnari bókum sem ég hef lesið er 101 Reykjavík og vona ég að þessi sé ekki síður fyndin. Hallgrímur er með fyndnari mönnum þegar hann tekur sig til. Ekki veitir manni af smá hlátri á þessum tímum þegar hver fréttin slær annarri við í svartsýnisböli.
Umfjöllun : "Ný skáldsaga Hallgríms Helgasonar, sem kemur út á þriðjudag, fjallar um leigumorðingja króatísku mafíunnar í New York, Toxic að nafni. Hann neyðist til að flýja Bandaríkin og fyrir röð tilviljana endar hann í flugvél á leið til Íslands. Við komuna til Keflavíkur lendir mafíósinn í fangi íslenskra trúboðshjóna sem halda að hann sé amerískur sjónvarpsprestur kominn til að predika á sjónvarpsstöð þeirra, Amen.
Fyrsti kafli bókarinnar, sem heitir 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, birtist í Lesbók Morgunblaðsins á morgun."
Hljómar vel ekki satt ?
![]() |
Hallgrímur Helgason skrifar um króatískan leigumorðingja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)