Þriðjudagur, 25. september 2007
Hvaða feluleikur er þetta??
Afhverju ætli tannlæknar séu á móti því að gjaldskrá þeirra sé sýnileg? Hafa þeir eitthvað að fela? Er ekki bara málið að þeir eru svo dýrir? Ég vona að það náist í gegn að gjaldskrá tannlækna verði aðgengileg á vef Tryggingastofnunar. Það eru sjálfsögð réttindi fólks að vita hvað verið er að borga fyrir þjónustuna.
Ég hef aldrei skilið þennan feluleik með gjaldskránna hjá tannsa. Ég hef sjálf hringt á nokkra staði áður en ég fer til tannlæknis og spurt um kostnað. Oft hef ég fengið vægast sagt loðin svör. "Tannlæknirinn metur það í hvert skipti" og fleira í þeim dúr. Ég hef í gegnum árin pirrað mig mikið á þvi hvað erfitt er að komast í gjaldskránna hjá þeim.
Mér finnst dónaskapur í garð viðskiptavina að hafa gjaldskránna ekki sýnilega. Það eru ekki allir sem hafa efni á því að "lenda á" rándýrum Hollywood -tannlækni.
Ég vil aðgengilega og sýnilega gjaldskrá tannlækna á vef tr.is !
![]() |
Fékk dónaleg bréf frá tannlæknunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)