Sunnudagur, 23. september 2007
Trúði ekki mínum eigin augum!
Ég var nýbúin að setja á mig þykkan andlitsmaska og var í sakleysi mínu að taka til heima hjá mér - bara rétt í þessu. Allt í einu heyri ég útidyrnar opnast og einhverja koma inn, heyri hlátrasköll og babbl á pólsku! Ég rýk fram í forstofu og sé þrjá menn, alla með ferðatösku og mér brá svo mikið að mér varð orðavant - svo ég bara starði á þá með undrunarsvip.
Þeir sögðu eitthvað við mig á pólsku sem ég skildi hvorki upp né niður í og ég hélt bara áfram að stara á þá frosin í sömu sporunum. Þeir horfa á mig á móti jafn undrandi og allt í einu áttaði ég mig á einu - ég var með grænan þykkan maska framan í mér, og hef eflaust litið út eins og viðundur! Ég sótroðnaði undir maskanum því alltaf er maður að hugsa um útlitið hehehe.. en aðalega var ég þó reið yfir því að ókunnugir menn skuli dirfast að ráðast svona inn á friðhelgi heimilis míns!
Allt í einu var eins og mennirnir áttuðu sig, þeir snéru við og ég sá á eftir þeim upp tröppurnar á hæðina fyrir ofan. Þeir afsökuðu sig ekki einu sinni! Kannski var þeim jafn brugðið og mér þó ég efist um það, maður bankar eða hringir bjöllunni áður en maður ræst til atlögu í ókunnugt hús.
Mér er enn brugðið ...úff..hvað þetta var eitthvað furðulegt að lenda í.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)