Sunnudagur, 22. júlí 2007
Átrúnaðargoð æskunnar- hér eru mín ..
Það hljóta allir að hafa átt átrúnaðargoð í æsku. Einhver sem þið vilduð ólm líkjast. Dýrkuðuð og dáðuð. Ég ætla að telja upp nokkrar sem mig langaði að líkjast þegar ég var "ung".
Afhverju man ég ekki. Mér fannst hún bara rosalega sæt og flott kona.
Bo Derek
Hún var ÆÐI í - 10 ! ÉG dýrkaði hana! Henni langaði mér að líkjast!!
Gina Lollogibrida
Veit ekki hvar ég gróf hana upp. Mamma horfði mikið á gamlar bíómyndir, örugglega séð hana í einni slíkri. Gina var sæt og rosalega kynþokkafull. Langaði að vera eins og hún.
Brooke Shields
Ég elskaði hana í "The Blue Lagoon! Gjörsamlega dýrkaði hana. Hún var guðdómlega sæt! Og reyndar dýrkaði ég líka ljóshærða krullhærða strákinn sem lék á móti henni.
Common, allar vildum við líkjast Oliviu!! Hún var aðalgellan í Grease! Og ég sá myndina alla vega 7 vinnum!
Sophia var í mínum huga fullkomin! Það var ekki til fullkomnari kona en hún. Ótrúlega falleg , stórkostlegri en orð fá lýst! Langaði mikið að líkjast henni.
Jennifer Beals
Ég dýrkaði hana í Flashdance! Hún dansaði svo frábærlega og þarna var ég sjálf í Jazzdans, líf mitt snérist um dans alla daga. Hún var frábær! Langaði að dansa eins og hún. (Þið hafið séð hana þessa í The L-Word )
NEI DJÓK!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Ég bara varð!!!!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 22. júlí 2007
Kötturinn og hundurinn
Af því ég er svo stolt af dýrunum mínum þá verð ég að setja hér inn myndasyrpu af þeim saman sem ég tók í dag.
Simbi kisa ( 11 ára) væri alveg til í að kúra með Lúkasi ( 4 mánaða), EF það væru ekki svona mikil læti í kvikindinu . Vill endalaust leika og leikurinn fer þannig fram að það er bitið í eyru og fætur á kattagreyinu. Ekki alveg hans tebolli sko! En náði alla vega nokkrum myndum af þeim saman.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 22. júlí 2007
Endalokin?
Hefði ég hugsað ef ég hefði verið um borð. Ég hef alltaf verið mjög flughrædd en þó hefur mér tekist að halda ró minni undanfarin skipti. Enda hef ég flogið oftar síðasta árið en síðustu tíu ár þar á undan. EN það má ekkert út af bera. Blossi í vélinni ásamt hávaða ..nei ..ég hefði vart borið þess bætur...og þó..?
![]() |
Eldingu laust í þotu Iceland Express |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)