Miðvikudagur, 27. júní 2007
Hata Lúpínu ..
..segja sumir. Skil það ekki. Ég elska þessa fallegu nánast fjólubláu jurt. Þvílíkt hvað hún lífgar upp á landið.
Svo getum við farið að búa til Lúpínuseyði eins og hann Ævar í Kópavogi. Lúpínuseyði styrkir ónæmiskerfið og er því vörn gegn krabbameini.
"Rannsóknir hafa sýnt að neysla á lúpínuseyði örvaði starfsemi í beinmerg þar sem framleiðsla á blóðfrumum og mörgum frumum ónæmiskerfisins fer fram. Jafnframt jókst fjöldi svokallaðra T-drápsfruma hjá þeim einstaklingum sem höfðu minna af slíkum frumum, en þessar frumur sjá einkum um varnir líkamans gegn veirusýkingum og æxlismyndun.
Rannsóknirnar styðja þá reynslu að lúpínuseyðið geti styrkt ónæmiskerfið og meðal annars hjálpað þeim sem eru í lyfjameðferð við krabbameini. "Tekið af vísindavefnum.
Ég vil meiri Lúpínu!
![]() |
Umdeildur dugnaðarforkur breiðir úr sér í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |