Sumarbústaðaferð og myndir

SumarbústaðurinnYndisleg helgi að baki.    Fékk þá flugu í hausinn á laugardaginn að mig langaði upp í bústað.  Skrýtin þessi þörf sem kom yfir mig.  Ég var svo afslöppuð og sveitin togaði í mig - fast!   Ég tékkaði á hvort bústaðurinn væri laus og það var hann - en maður veit svo sem aldrei, mínir yndislegu foreldrar hefðu alveg eins hætt við að fara fyrir okkur systkinin Woundering.

Skelltum í tösku, hentum barni og hundi út í bíl,  versluðum grillmat og gúmmílaði og brunuðum upp í bústað.  Þvílíkur ró og friður í bústaðinum.  Vá hvað ég naut þess. 

 Lúkas litli Þetta var í fyrsta sinn sem Lúkas (hvolpur) kemur með  okkur og það var áberandi hvað hann var Fallegasturrólegur í bústaðnum alveg eins og við .  Honum leið greinilega jafnvel og okkur á þessum stað.

 

Á þjóðhátíðardaginn vöknuðum við mjög snemma, létum renna heitt í pottinn og skelltum okkur í hann.  Veðrið var æðislegt, algjört logn og um 15-16 stiga hiti.  Sól  öðru hvoru.  Við Olli vorum í tvo tíma í pottinum ( með smá hléum).  

Olli með bleika boltanÍ sólbaði

Að klöngrast undir rafmagnsgirðingu

Að halda stjórninniHahaha

Olli í fjörunni í Hvalfirði

Á leið í fjöruna

Lúkas flotti

Helgi stóri og ..

Að skoða rauða kónguló

 Fórum svo öll í göngutúr niðrí fjöru þar sem hundurinn fékk að hlaupa og Olli skoðaði rauðar kóngulær á steinunum.  Hitinn var þá kominn upp í 18-20 stig.    

Vorum komin í bæinn um kl. 18:00. Misstum af öllum herlegheitunum í miðbænum en ég græt það svo sem ekki.  Við hefðum ekki getað eytt þessari helgi betur.   Joyful  Íþróttaálfurinn

ÁFRAM ÍSLAND!  (horfði á leikinn í gærkvöldi og er svooo stolt)


Bloggfærslur 18. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband