Fimmtudagur, 3. maí 2007
Hinsta kveðja
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingríms.)
Elsku Kristín - gamla vinkonan mín. Hvíl í friði.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Vigtin sýnir 3 kg. þyngra?!
Grunaði ekki Gvend. Fann það og sá..vildi bara ekki viðurkenna það. Er farin að sofa í hausinn á mér, vona að ég vakni þremur kílóum léttari og þetta hafi bara allt verið draumur.
...... á þremur vikum? "#$%!
Haltu á töskunni fyrir mig vinur.......
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)