Mánudagur, 14. maí 2007
Fífl eða fullur?
Maður kallar : "Ég er hryðjuverkamaður" og við hverju býst hann? Rólegheitum bara? Ekki nema von að allt verði vitlaust í vélinni á þessum síðustu og verstu. Ekki hefði ég viljað vera farþegi í þessari vél. Var hann fullur? Eða fífl? Hvað ætli hann fái háa sekt?
![]() |
Flugvél SAS rýmd vegna hryðjuverkatals farþega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 14. maí 2007
Kettir eru ótrúlegir.
Níu líf eður ei.. Mér þykir þetta hreint ótrúlegt! Án matar og drykkjar í rúman mánuð! Og ég sem hef áhyggjur af því að skilja Simba minn eftir í tvo daga með kúffulla matardalla og tvær fötur af vatni á meðan farið er á ættarmót .
![]() |
Köttur gerðist laumufarþegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 14. maí 2007
Megi englar alheimsins vera með þessu barni.
Ég er svo sorgmædd út af hvarfi Madeleine litlu. Hún er bara fjögurra ára . Hvernig ætli fjögurra ára barni líði í klóm mannræningja? Litlu barni sem er háð pabba sínum og mömmu. Portúgalska lögreglan er engu nær og hefur engan grunaðann.
Ég bið til Guðs um að Maideleine finnist og það fljótt.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi,
bæn frá mínu brjósti sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
![]() |
Portúgalska lögreglan hefur engar vísbendingar í leitinni að Madeleine |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)