Heimsókn til Papillonræktanda

 Olli vinsæll Fórum austur á Hvolsvöll í dag í yndislegu veðri.  Þvílík falleg fjallsýnin í glaða sólskini.   Við vorum sem sagt að fara til að skoða hunda og hvolpa.  Papillon.  Og urðum hreint ekki fyrir vonbrigðum!  Langar ykkur .. Fullt af hundum , þvílíkt fallegum og skemmtilegum. Ég er fallegur Þetta eru yndislegir hundar, svo kátir, lífsglaðir og vinalegir.  Og rosalega fallegir. InLove.

Þeir voru með stórt gerði þar sem þeir gátu hlaupið og leikið sér og það gerðu þeir svo sannarlega.

  Ég varð strax ástfangin.  Skemmtilegt að sjá karaktereinkennin, einn var stærstur og hrikalegur töffari, ein var ofvirk og á FULLRI ferð, önnur var algjör prinsessa sem nennti ekki þessum látum, vildi bara láta klappa sér og kjassa - fá athygli.   

Svo fengum við að sjá hvolpana og mömmu þeirra.  Hvolparnir voru hreint yndislegir.  Steinsváfu enda bara þriggja vikna kríli.  Tvær stelpur og einn strákur.  Ég varð skotin í stráknum InLove.  Skil ekki þetta með mig og karlkynið, ég er eina kvenkynsveran á móti fjórum ( með kettinum) karlkyns á mínu heimili.  LoL

Mamma hvolpana er sko algjört rassgat, mjög lítil og nett, blíð og góð.  Hún er svört og hvít en pabbinn er meira brúnn.  Pabbinn býr í Reykjavík og ætlum við að heimsækja hann við tækifæri, verðum auðvitað að fá að sjá hann líka Wink.  Þetta var virkilega skemmtileg ferð, kíktum svo  til tengdó í Hveragerði á leiðinni heim og fengum kaffi og norska lappa..Pínulítil

 

.slurp!!   

og hvolparnir

Nei..ég er fallegri..

 


Bloggfærslur 5. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband