Mánudagur, 30. apríl 2007
Keith Richard og fjölskylda
Þessa mynd fékk ég senda núna rétt áðan, af Keith Richards og fjölskyldu. Þarna er mynd af móður hans, ég nefnilega bloggaði um dauða hennar um daginn og fann enga mynd. En hér er hún komin : Takið eftir hvað Keith sker sig úr þessum fallega fjölda, eins og honum hafi verið kippt beint af götunni og hent inn á myndina
Mánudagur, 30. apríl 2007
Verður slys í dag - eða á morgun?
Ég elska hverfið mitt. Þar er gott að búa. Bý í sveit en þó í borg. En ég hætti aldrei að pirra mig á hægri réttinum í hverfinu mínu. Í flestum hverfum í Grafarvoginum er stöðvunarskylda og biðskylda þar sem það á við en svo er keyrt inn í hverfið mitt og þá er allt í einu komin hægri réttur ??
Fólk áttar sig engan veginn á þessu og oft hefur legið við stórslysi. Af þvi að yfirleitt virðir enginn þennan hægrirétt nema þeir sem "eig'ann" og búa í hverfinu. Og ég hef staðið sjálfa mig að því að þegar ég er stödd í öðru hverfi þá á ég það til að nota hægri réttinn ( og virða hægri réttinn) þar sem hann á ekki við.
Hvaða rugl er það að hafa hægri rétt í þessu litla hverfi og allsstaðar annarsstaðar er hann ekki? Hvaða skipulag er það? Þetta er bara ruglandi og slysavaldandi. Voru þeir sem ákváðu hægri réttinn á eitthverju flippi ? Mér finnst biðskylda miklu eðlilegri þarna. Undantekningarlaust er ekki virtur hægri rétturinn , fólk hikar eða lætur vaða og svo er bara að vona það besta.
Pirring dagsins lokið.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 30. apríl 2007
Skjóta, skjóta og skjóta meira..
Er þetta ekki enn ein sönnun þess að herða þurfi byssureglur í USA ? Bush mun hins vegar snúa öllu við og skylda hvern mann að bera byssu. Fleiri byssur á hvert heimili!
manns að bera byssu.
![]() |
Fjórir létust í skotárás í verslunarmiðstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)