Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Kynlíf án tilfinninga?
Lenti í rökræðum við karlmann í gær um kynlíf á milli kvenna og karla. Við vorum á öndverðum meiði um hvort tilfinningar hefðu eitthvað að gera með kynlíf. Er hægt að stunda kynlíf án tilfinninga? Er það hægt í lengri tíma?
Ég : Það er ekki hægt að stunda kynlíf oftar en einu sinni með sama aðila án þess að tilfinningar komi þar við sögu.
Hann- ákveðinn : Jú það er víst hægt.
Ég - hálfpirruð : Nei það hljóta að kveikna tilfinningar ef fólk er saman oftar en einu sinni.
Hann -ákveðnari: Jú það er hægt að stunda kynlíf án tilfinninga.
Ég: Ég gæti það ekki.
Hann : Ég get það og allir karlmenn sem ég þekki. Nefndu mér einn karlmann sem gæti það ekki.
Ég: Gæti nefnt þá nokkra en ætla ekki að gera það.
Ekki var með nokkru móti hægt að fá þennan karlmann á mitt band. Hann var harðákveðinn í þessu. Ég er hins vegar ekki að kaupa þetta. Eru konur og karlar að nota hvert annað eins og Hvern annan hlut? Er það bara allt í lagi?
Þetta er eitthvað sem allar konur hafa velt fyrir sér. Geta karlmenn stundað kynlíf án tilfinninga? Geta konur það? Ég þekki reyndar eina konu sem segist geta það. Hún er dugleg að stunda kynlíf og dugleg að skipta um hjásvæfur. Hún blandar ekki tilfinningum í kynlífið. Þetta er tómstundargaman, þetta er nautn eins og að borða góða steik, gott á meðan á því stendur og svo er það búð.
Skiptir máli að líka vel við aðilann sem kynlífið á sér stað með? Eða skiptir það ekki máli? Kynlíf ef kynlíf, það þarf ekki að halda uppi rökræðum á meðan. Er nóg að viðkomandi sé bara með réttu "tækin og tólin"?
Ætli það séu margar konur sem blanda ekki saman tilfinningum og kynlífi? Eru margir karlmenn sem gera það ? Samkvæmt manninum sem ég var að ræða við þá eru þeir margir (allir) mennirnir sem að geta það.
Hann sagði að konur væru öðruvísi innbyggðar en karlmenn, við værum tilfininningaríkari. Ég get alveg verið sammála því að konur séu tilfinningaríkar en oft finnst mér karlmenn vera þeim mun viðkvæmari en við konur. Kannski geta þeir brynjað sig betur gagnvart tilfinningum, geta lokað á tilfinningar, ÁKVEÐIÐ frekar að elska, þykja vænt um, á meðan við konur gefum okkur tilfinningunum á vald , hleypum þeim út og leyfum þeim að leika lausum hala.
Þetta var hugleiðing dagsins - lifið heil
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Móðir Keith Richards
Móðir Keith Richards ( 91) dó í svefni Laugardaginn 21. apríl sl. Dauði hennar var friðsæll og var Keith Richard hjá henni þegar hún dó. Richards (f. 18.
desember 43) var eina barn Doris og Bert Richards en þau skildu 62. Doris gaf syni sínum hans fyrsta gítar á fimmtán ára afmælisdeginum hans. Hann lærði þá eitthver grip af móðurafa sínum Gus Dupree. Móðurafi hans sem sjállfur var músíkant, hvatti Keith til að verða tónlistarmaður.
Fyrir stuttu síðan sagðist Keith hafa"tekið föður sinn í nefið" og átti þá við ösku hans. Faðir hans dó 2002. Móðir Keiths var ekki par ánægð með þessi ummæli hans, enda dró hann þessi orð svo til baka hvort sem það var vegna móður sinnar eða annars.
Fann ekki miklar upplýsingar á veraldarvefnum um móður Keith Richards, og enga mynd. Þannig að Keith verður að duga sem myndefni.
![]() |
Rokkaramóðir látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)