Kynlíf án tilfinninga?

Lenti í rökræðum við karlmann í gær um kynlíf á milli kvenna og karla.   Við vorum á öndverðum meiði um hvort tilfinningar hefðu eitthvað að gera með kynlíf.  Er hægt að stunda kynlíf án tilfinninga? Er það hægt í lengri tíma?  

Ég :  Það er ekki hægt að stunda kynlíf oftar en einu sinni með sama aðila án þess að tilfinningar komi þar við sögu.

Hann- ákveðinn :  Jú það er víst hægt. 

Ég - hálfpirruð : Nei það hljóta að kveikna tilfinningar ef fólk er saman oftar en einu sinni.

Hann -ákveðnari:  Jú  það er hægt að stunda kynlíf án tilfinninga. 

Ég: Ég gæti það ekki.

Hann :  Ég get það og allir karlmenn sem ég þekki.  Nefndu mér einn karlmann sem gæti það ekki.

Ég: Gæti nefnt þá nokkra en ætla ekki að gera það.

Tilfinningar? Ekki var með nokkru móti hægt að fá þennan karlmann á mitt band.  Hann var harðákveðinn í þessu. Ég er hins vegar ekki að kaupa þetta.  Eru konur og karlar að nota hvert annað eins og Hvern annan hlut? Er það bara allt í lagi?

Þetta er eitthvað sem allar konur hafa velt fyrir sér.  Geta karlmenn stundað kynlíf án tilfinninga?  Geta konur það?  Ég þekki reyndar eina konu sem segist geta það.  Hún er dugleg að stunda kynlíf og dugleg að skipta um hjásvæfur.  Hún blandar ekki tilfinningum í kynlífið.  Þetta er tómstundargaman, þetta er nautn eins og að borða góða steik, gott á meðan á því stendur og svo er það búð.  

Skiptir máli að líka vel við aðilann sem kynlífið á sér stað með?   Eða skiptir það ekki máli?  Kynlíf ef kynlíf, það þarf ekki að halda uppi rökræðum á meðan.  Er nóg að viðkomandi sé bara með réttu "tækin og tólin"? 

Ætli það séu margar konur sem blanda ekki saman tilfinningum og kynlífi?  Eru margir karlmenn sem gera það ?  Samkvæmt manninum sem ég var að ræða við þá eru þeir margir (allir) mennirnir sem að geta það. 

Hann sagði að konur væru öðruvísi innbyggðar en karlmenn, við værum tilfininningaríkari.  Ég get alveg verið sammála því að konur séu tilfinningaríkar en oft finnst mér karlmenn vera þeim mun viðkvæmari en við konur.  Kannski geta þeir brynjað sig betur gagnvart tilfinningum, geta lokað á tilfinningar, ÁKVEÐIÐ frekar að elska, þykja vænt um, á meðan við konur gefum okkur tilfinningunum á vald , hleypum þeim út og leyfum þeim að leika lausum hala. 

Þetta var hugleiðing dagsins - lifið heil Smile

regarding_sex

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góður pistill.  Ég held að tilfinningar séu aðalhvati að kynlífi.  Karlar eru ekki mikið fyrir að skrifa upp á það og ég get ekki svarað fyrir þá. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.4.2007 kl. 12:18

2 Smámynd: Ólafur fannberg

góður pistill

Ólafur fannberg, 25.4.2007 kl. 14:48

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þessi maður er tilfinningalega óþroskaður myndi ég segja. Það mátti víst impra á þessu og þetta er holl hugleiðing fyrir alla. Ég er þér allveg sammála um það sem þú segir.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.4.2007 kl. 17:31

4 identicon

Svo sammála þér Ester. Allavega er ég snögg að blanda tilfinningum í málin  

Melanie Rose (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 20:25

5 identicon

Hvað er "tilfinning" í þessu dæmi? Held að þessi karlmaður sem þú varst að ræða við Ester, ætti aðeins að hugsa um það. "Geðhrif .... kennd ... " - hvernig sem þú skilgreinir tilfinningar, þá mun kynlíf alltaf breyta sambandi þeirra sem það stunda.

Ef um skyndikynni er að ræða, og báðir aðilar eru graðir og tilbúnir ... þá er ekkert við því að segja ... ef þessir einstaklingar eru í samböndum fyrir, þá er málið öllu alvarlegra og ef aðili getur stundað kynlíf án tilfinninga - þá er framhjáhaldið á næstu grösum.

Ég gæti alla vega ekki stundað kynlíf með vinkonu minni án þess að góður vinskapur okkar myndi breytast. (Notabene - ég er í hamingjusömu sambandi - þetta var bara svona hypothetical dæmi um hvað ég gæti ekki gert.)

Kynlíf kemur út frá kynhvöt - sem er eðlishvöt dýra og manna til kynferðislegs samneytis (já, ég fletti þessu upp áðan ) Hvort sem þú ert graður eða glaður ... þú ert að ræða um ansi sterkar tilfinningar. En hvað veit ég? "karlar eru ekki mikið fyrir að skrifa upp á það ... "

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 23:27

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Þú segir nokkuð!Ég heyri alltof mikið í dag unga menn jafnvel unglingstráka vera að státa sig af því að vera ekkert með stelpunni,þau séu bara bólfélagar.Ég sagði við einn að það væru til nóg af tækjum og tólum sem hann gæti NOTAÐ í staðin fyrir stelpuna.Kom á kauða?JÁ.Hann sagði að það væri ekki það sama.Ég hélt það nú.Kauði viðurkenndi að það væri ekki sama hver stelpan væri.NÚ afhverju?Kom í ljós að lokum að honum væri náttla ekkert sama um hana.Hann væri ferlega hrifin....Kynhvöt getur auðvitað blossað upp og fólk látið vaða.En það segir mér það engin að það hreifi ekki við tilfinningum beggja.Jákvætt eða neikvætt.Tilfinningar eru það.

Solla Guðjóns, 26.4.2007 kl. 19:59

7 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

Ég lenti í fyndnum rökræðum um daginn í hópi fólks um hvort maður gæti stundað kynlíf án þess að kyssast.

En allavega. Það eru líka til stelpur sem eiga bólfélaga og hafa engan áhuga á að blanda tilfinningum í málið.

 Annars fínn pistill :) 

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 27.4.2007 kl. 09:40

8 Smámynd: Kolla

Mjög góður pistill. Ég efast um að það sé hægt að halda tilfinningonum fyrir utan þetta en ég held að fólk sem getur stundað kynlíf með sömumannesjunni oft "án tilfinninga" sé bara búið að ákveða að það ætli ekki að hafa neinar tilfinningar. 

Kolla, 28.4.2007 kl. 09:26

9 Smámynd: Ester Júlía

Takk kærlega fyrir athugasemdirnar.  Frábært að lesa ykkar sjónarmið.   

Það sagði einn góður vinur við mig einu sinni að kynlíf oftar en þrisvar með konu væri hættulegt fyrir karlmann sem vill ekki blanda tilfinningum í málið.  

Annars erum við jafnmisjöfn og við erum mörg og eflaust hentar það einhverjum að stunda kynlíf án tilfinninga. En  ..hvað er losti annað en tilfinning?  Reyndar er hægt að finna til losta án þess að hafa aðra manneskju sér við hlið .  Held það sé hægt að velt þessu fyrir sér fram og tilbaka.

Ester Júlía, 28.4.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband