Miðvikudagur, 21. mars 2007
Próf, harðsperrur og hvolpar
Það er sko alldeilis þungu fargi af mér létt, lífeðlisfræðiprófið búið! Held bara að mér hafi gengið ágætlega, hittumst nokkur frammi á gangi eftir prófið og spurðum hvort annað hvernig gekk..og allir: "jamm ..veit ekki, jú held vel , annars veit ég það ekki "..hahaha.. maður er svo slompaður eftir svona próf nefnilega, held þetta sér erfiðara en að hlaupa marathon. Allur vindur úr manni og spennufall á eftir. Gott þetta er búið!
, Verðlaunaði mig með Nings í kvöldmatinn!
Annars er ég búin að vera að drepast úr harðsperrum í framanverðum lærum síðan á laugardaginn. Dagurinn í dag var verstur. Gekk eins og önd og átti erfitt með labba niður stiga..ááá. .
Við vorum nefnilega látin gera nýjar æfingar í skólanum sl. laugardag, Pyramitískar..( veit ekki hvernig skrifað) Æfingar sem ganga út á mikið af hoppum jafnfætist og æfingar fyrir efri hluta með medicin-bolta (þungir boltar). Armbeygjur og klappa á milli , stökkva úr meira en meters hæð ,
beygja hnén þegar niður er komið og stökkva beint upp í loftið( sprengjukraftur). Ég er vön að æfa lyftingar og er í fínu formi en þar sem þessar æfingar eru nýjar fyrir mig þá er líkaminn ekki vanur hreyfingunni og þess vegna fékk ég þessar gífurlegu harðsperrur. Átti mjög erfitt með að hoppa jafnfætis yfir nokkrar grindur..það er af því að samhæfingu tauganna vantar. Svo nú er bara að hoppa á hverjum degi og setja svo íslandsmet í hoppi eftir örfáa mánuði!
'A leið heim frá Keflavík kom ég við í húsi í Hafnarfirði til að skoða Chiuahuahua hvolpa. Það var búið að vara mig með því að ef ég færi að skoða svona hvolpa þá væri ég fallinn. Og það er rétt. ÉG er skítfallin fyrir þeim! GOSH hvað þeir eru sætir, fimm vikna og jafnstórir og hendin á mér ..aldrei séð svona litla hvolpa. Gorgeous!
Klukkan er að verða ellefu og karlinn minn ennþá að vinna. Við gætum eins búið i öðru bæjarfélagi ...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)