Sunnudagur, 18. mars 2007
Pabbi
Með ást þinni
kenndir þú mér að elska.
Með trausti þínu
kenndir þú mér að trúa.
Með örlæti þínu
kenndir þú mér að gefa.
Takk pabbi
Væmin í dag..já. En það verður bara að hafa það .
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 18. mars 2007
Líkamsrækt og heilbrigði
Man ég þá tíð er ég var að æfa í líkamsræktarstöðum eins og Gym 80 og fleirum sem ég man ekki einu sinni nafnið á. Þetta var fyrir um ..*hugs*..20 - 25 árum síðan ( VÁ) . Ég var lítil og mjó písl, jú ég var svo sem með ágæta líkamsburði þar sem ég hafði æft íþróttir frá því ég var ellefu ára gömul en samt sem áður var ég lítil og mjó písl miða við þá risavöxnu menn sem voru að æfa á þeim tíma. Þegar ég hugsa til baka þá man ég ekki eftir neinni konu
nema - Möggu massa , fyrir utan hana þá man ég aðalega eftir stórum og breiðum - hálslausum kraftlyftingamönnum sem heyrðist hátt í þegar þeir lyftu níðþungri bekkpressunni eða tóku gífurlega þyngdir í réttstöðulyftu.
Þvílík breyting sem hefur orðið á. Í dag er öll mannsflóran í likamsrækt, frægir sem ófrægir, stórir sem litlir , ungir sem gamlir, meira að segja afinn og amman taka á því! Flestir mæta í ræktina 3-5 sinnum i viku, sumir á hverjum degi og þó nokkrir tvisvar á dag. Frábært er að sjá hversu margir hafa gert heilsuræktina að lífstíl. Sumir eru að stefna að eitthverju sérstöku takmarki, td. að keppa í Fitness, aðrir eru að keppa við sjálfan sig, setja sér takmörk um að ná ákveðnu markmiði. Hvort tveggja er gott og gilt.
Styrktaræfingar styrkja bein, vöðva, bæta líkamsstöðu, eru vaxtamótandi. Hollt og gott er að stunda þessa íþrótt. Persónulega finnst mér fallegri - tónaðir sterkir kvenlíkamanar þar sem vöðvar koma vel í ljós. Þó má það ekki ganga út í öfgar. Og sama gildir um karllíkama.
Ekki má svo gleyma þolæfingunum, sem styrkja hjarta og lungu. Hver vill ekki betra þol, stærra hjarta og því mögulega lengri lífdaga. Ganga og hlaup utandyra eru auðvitað það albesta, en þegar að veður er vont er gott að grípa til þeirra þoltækja sem líkamsræktarstöðin bíður upp á.
Lifið heil
Heilsurækt | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)