Fimmtudagur, 27. desember 2007
Jú þetta passar nær alveg.

Það verður kalt á Íslandi á gamlárskvöld." Er ekki alltaf kalt á Íslandi á gamlárskvöld?
" Þeir kalla það Gamlarskrold" Já við köllum það gamlárskvöld, ekki alveg rétt skrifað en þó nærri lagi.
"heimamenn fagna því með því að bjóða ferðamönnum inn á heimili sín, gefa þeim heitt að drekka, kveikja varðelda og ærslast um í álfabúningum." Það eru partý út um allt á gamlárskvöld og ef stemning er fyrir hendi þá er pottþétt einhverjum hressum ferðamanninum boðið inn. Út um alla borg eru brennur (varðeldar) og eflaust eru einhverjir sem hafa gaman af því að klæða sig upp í álfabúning þótt flestir bíði með það fram á þrettándann.
"Í kaupbæti, ef himininn er heiður, er hægt að sjá norðurljós þegar klukkan slær 12." Ef himininn er heiður í Reykjavík þá er bara alls ekkert ólíklegt að sjáist í norðurljós.
Þetta stenst næstum allt.
Á vefsíðu tímaritsins Yes Weekly í Nýju-Karólínu í Bandaríkjunum eru nú taldir upp þeir 10 staðir þar sem best er að eyða áramótunum. Reykjavík er þar á meðal ásamt Times Square í New York, Rio de Janiero í Brasilíu, Amsterdam í Hollandi og fleiri heimsþekktum borgum.Þegar lesin er lýsingin á því hvernig Íslendingar halda upp á gamlárskvöld læðist þó að íslenskum lesanda sá grunur, að ritstjórar Yes Weekly styðjist ekki við traustustu heimildir. Lýsingin er eftirfarandi:Það verður kalt á Íslandi á gamlárskvöld. Held ég. Er Ísland kaldi staðurinn? Það hlýtur að vera. Þeir kalla það Gamlarskrold og heimamenn fagna því með því að bjóða ferðamönnum inn á heimili sín, gefa þeim heitt að drekka, kveikja varðelda og ærslast um í álfabúningum. Alveg eins og í Hringadróttinssögu. Í kaupbæti, ef himininn er heiður, er hægt að sjá norðurljós þegar klukkan slær 12."
![]() |
Íslendingar í álfabúningum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)