Laugardagur, 6. janúar 2007
Á þrettándanum.
Fínn dagur í dag. Tengdó komu í heimsókn með bakkelsi og það var kjaftað og hlegið, svo klæddi ég mig upp í langan göngutúr, setti skóladót í bakpokann, stillti göngustafina og labbaði heim til pabba og mömmu. Ætli þetta sé ekki um 4-5 km ganga. Hreint æðislegt veður, ég óð hvítan mjúkan snjóinn, trén svignuðu undan honum, getur þetta verið fallegra.
Ég lærði í smátíma heima hjá foreldrum mínum og síðan skutluðu þau mér í búð, ég fór heim og setti mat í ofninn, og hélt svo af stað labbandi út á brennu. Ck. 2 km leið. Þannig að ég náði mér í ágæta hreyfingu í dag. Það er svo gott að labba, jafnt fyrir sál og líkama. Ætla aftur á morgun.
Hitti svo Helga, Olla og Silju ( vinkona hans Olla) á brennunni þar sem þau stóðu við sviðið að horfa á jólasveinahljómsveitina skemmta. Svaka stuð.. Við fórum líka í fyrra á brennuna og mikið er ég ánægð með þessa uppákomu alltaf á þrettándanum. Algjörlega frábært og vel að þessu staðið.
Borðuðum góðan mat og í dag er nammidagur, nammið bíður ... .
Og nú eru jólin búin..
kkveðja, Ester
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 6. janúar 2007
Textinn við lagið á síðunni minni:
Tek það fram að lagið óklárað á síðunni, algjör frumútgáfa. Lag : Kalli bróðir, Texti Anna mágkona. Spilað af Kalla bróðir í brúðkaupinu mínu 2004. Sungið af Pál Óskari. Gífurlega fallegt lag. Í útgáfunni á síðunni er það Matti sem syngur, og lagið er á sólóplötu Matta. Hér er textinn við lagið :
Leiðin til þín:
hver dagur sem leið og hvert skref sem ég tók
færði mig nær, leiddi mig til þín
áður í þokunni reikaði einn, kaldur og fávís án þín
og þegar þokunni létti loks og augun þín horfðu í mín
hjarta mitt skildi að leið mín lá alltaf án efa til þín ástin mín
núna við hlið þér á óförnum stíg,
fetum hann saman, hönd þín í minni
ef að ég missi ekki takið á þér mun ástin æ lýsa okkur leið
sólstafir birtust í þokunni og augu mín horfðu í þín
hjarta mitt fann að með þér liggur leið mín án efa, með þér ástin mín
og nú loks rofar til, sjáðu vorið er hér , ó elskaðu mig
eins og ég elska þig, með þér lífið fær annan blæ
nú loks er ég kominn heim
hvert skref sem ég tók og hvert sinn er ég féll
mótlæti og byr, það leiddi mig hingað
núna við hlið þér á óförnum stíg, ástin mun lýsa okkur leið
sólstafir birtust í þokunni og augu mín horfðu í þín
hjarta mitt skildi að leið mín lá alltaf án efa til þín ástin mín
hjarta mitt fann að með þér liggur leið mín án efa, með þér ástin mín
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)