11. ráð til betri heilsu á nýju ári

 nicelady

Þá er að taka fram íþróttaskónna á nýju ári!  1. Ef þú ert kyrrsetumanneskja að byrja að hreyfa þig þá byrjaru rólega með því að fara út stutta göngutúra og svo eykur þú lengdina á göngutúrunum eftir því sem þolið verður betra.  Þú átt eftir að finna mun á þér mun fyrr  en þú býst við. 

2. Drekktu mikið vatn ...Tveir til tveir og hálfur líter af vatni fyrir konur hvern dag og tveir og hálfur til þrír lítrar fyrir karlmenn hvern dag.

3. Minnkaðu kaffidrykkjuna ..kaffi er vatnslosandi og eykur þörfina á ennþá meiri vatnsdrykkju. ( vökvaskortur)

4. Borðaðu sex máltíðir á dag.....þrjár stórar og þrjár litlar ( millibitar)

5. Borðaðu tvo  skammta af ávöxtum á dag,  þrjá skammta af grænmeti.. 1. skammtur er einn bolli.

6.Taktu lýsi til að fá nóg D-vítamín og drekktu tvö glös af mjólk á dag. 

7. Hafðu fjölbreyttni í hreyfingu, synda, hjóla, línuskautar/skautar, fjallganga, göngutúr, skokk,handbolti, fótbolti, spinning, tækjasalur..nóg er til :).

8. Gerðu fjölbreyttar kviðæfingar..svo þú styrkir ALLA kviðvöðvana. 

9. Prófaðu að sleppa sykri, hveiti og óhollri fitu ..auðveldara en þú heldur Wink.

10. Fáðu nógan svefn..mjög mikilvægt fyrir líkama og sál. 

11. Settu þér markmið, en hafðu þau RAUNHÆF, mun auðveldara að standa við þau .

bd4555ph

 GANGI ÞÉR VEL

 


Gamlárskvöld byrjaði ekki vel.

 Á gamlárskvöld buðum við  ömmu og móðursystur minni í mat.  Afi nýdáinn og Hafdís fjölskyldulaus þar sem börnin hennar eru bæði erlendis þessi áramótin og því ekki nokkur hemja að þær sætu tvær einar heima hja´ömmu, fyrst að pabbi og mamma voru í sumarbústaðnum.  Því miður byrjaði kvöldið ekki vel.  Ég var með matinn tilbúinn klukkan sjö og lít þá út um gluggann akkúrat á þeim tímapunkti þegar að amma dettur í hálkunni beint á andlitið. 

Ég hleyp út á inniskónum og sé Hafdísi stumra yfir ömmu sem situr á gangstéttinni hálfvönkuð.  Það er spungið fyrir á augabrúninni og blóð lekur niður kinnina á ömmu.  Við tókum undir sitthvoran handlegginn á henni og hjálpuðum henni að standa upp.  Vissum ekki hvort hún væri brotin og hún gat ekki sagt um það sjálf.  En hún gat staðið upp sem betur fer og við hjálpuðum henni upp tröppurnar. 

Þegar inn var komið, settist amma í sófann til að jafna sig og ég náði í hreinan þvottapoka og þreif blóðið úr andlitinu og setti svo plástur á sárið.  Amma var með skurð beint í augabrúninni, ck. 2 cm. langan.  Það hefði þurft að gera betur að þessu en amma harðneitaði að fara upp á slysó.  Hún hafði fengið högg undir rifbein og misst andan í smá stund þegar hún datt en hafði jafnað sig fljótt á því sem betur fer. 

Maturinn var góður, var með hamborgarhrygg frá Ali og einnig þennan danska sem var fluttur inn í fyrsta skipti þetta ár.   Báðir voru góðir þó mér hafi þótt Ali-hryggurinn betri.  Var svo með heimatilbúinn ís og súkkulaðifoundue og jarðaber.  Rosalega gott. Eftir matinn, var slakað á og svo horft á innlendan og erlendan annál.  Strákarnir vildu þó fara strax út í garð að skjóta upp rakettum og fengu þeir það , svaka gaman.

Amma var bara nokkuð hress, enda er amma ótrúlega hörð af sér og með duglegustu konum sem ég þekki.  Lætur ekki svona "smámuni" hafa áhrif á sig.  Held þetta hafi haft meiri áhrif á okkur hin heldur en hana.  Frown

Klukkan tólf var skotið upp sem aldrei fyrr .. þetta var mjög skemmtilegt kvöld þrátt fyrir óhappið fyrr um kvöldið, allir ánægðir og glaðir.

 Gleðilegt nýtt ár kæra fólk , takk fyrir gamla áriðSmileSmile


Bloggfærslur 2. janúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband