Laugardagur, 13. janúar 2007
Nýju "barna"tækin í Worldclass og ..
ég náði prófinu! Fékk meira að segja 8,5. Og það í lífeðlisfræði! Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu! Er alveg ofboðslega hamingjusöm. Rafmagnslaus bíll hvað! Ég var í allan dag á námskeiði i World Class. Verið er að opna nýjan tækjasal fyrir börn sem heitir SHOKK. Sérfræðingur frá Danmörku var með námskeið í þjálfunarfræði barna og kennslu á tækin fyrir okkur þjálfarana.
Mér líst ofsalega vel á þetta, tækin eru sniðug, sniðin fyrir börn. Litir eru notaðir til að stilla hæðina á tækjunum. Og tækin eru öll í sterkum appelsínugulum lit og veggir í sama lit. Svo verður músík í salnum, börnin geta meira að segja komið með sína eigin diska. Þetta er fyrir börn 8-14 ára.
Í dag eru allt aðrir tímar heldur en þegar ég var að alast upp. Þá fóru krakkar út í Brennó og Yfir.. maður var alltaf úti að leika. Í dag eru krakkar mikið í tölvunni og flest eiga þau sitt sjónvarp í sínu herbergi. Flott að fara í ræktina með pabba og mömmu til að þjálfa þol, brenna og lyfta. Aðgangur í SHOKK er bannaður fyrir fullorðna en pabbi og mamma æfa bara í stóra salnum á meðan ;).
Hlakka til þegar þetta fer í gang sem á að verða sem fyrst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)