Mánudagur, 31. júlí 2006
Hugsanir barns...
Elsku pabbi og mamma. Ein fyrsta minningin mín er þegar ég var að ferðast ein í flugvél á leið til útlanda að hitta ykkur. Ég man þegar ég sá ykkur á flugvellinum í kaupmannahöfn , þið breidduð út faðminn á móti mér og ég man að ég vissi ekkert hvort ykkar ég ætti að faðma fyrst, vildi gera hvorugt ykkar leið.
Ég var rétt þriggja ára gömul og strax farin að hafa áhyggjur af að særa ykkur.
Ég lærði snemma muninn á réttu og röngu, lærði að vera kurteis og síðast en ekki síst lærði ég að vera góð manneskja.
Þau ár komu í uppvextinum að ég var svo hrædd um að missa y kkur, hrædd um að þið mynduð deyja frá mér, ég man hvað ofsahræðslan náði tökum á mér þegar ég hugsaði svona en í dag veit ég hræðslan við að missa foreldra sína er eðlileg og nær hámarki á vissum aldri barnsins.
Ég hugsaði líka oft um það að ég ætti bestu foreldra í heimi og ég myndi aldrei vilja skipta um foreldra við nokkurt barn. Það hlytu líka allar vinkonur mínar að öfunda mig af því að eiga þessa frábæru foreldra.
Þetta eru krúttlegar barnshugsanir ..en þessar hugsanir hafa lítið breyst þótt ég sé orðin fullorðin í dag.Ég á ennþá bestu foreldra í heimi .
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 31. júlí 2006
Yndisleg helgi ...í sumarbústað!
Ooo hvað þetta var góð og notarleg helgi! Komum heim i gærkvöldi, úr bústað fjölskyldunnar, "Hálsakoti"í norðanverðum Hvalfirði. Vorum búin að vera frá því á föstudagskvöldið. Þvílík hvíld eftir annasama viku! Ég, Helgi og Olli litli fórum þrjú, Aron vildi frekar vera heima og passa köttinn "loksins einn heima":). Á laugardaginn skruppum við á Hlaðir þar sem var fjölskylduskemmtum SÁÁ. Gaman að koma í svona útilegustemningu. Það kostaði ansi mikið inn, sérstaklega fyrir okkur sem nýttum okkur lítið sem ekkert aðstöðuna, rétt kíktum á svæðið, en auðvitað erum við að styrkja gott málefni svo ekki grátum við aurana.
Fljótlega hittum við Birki og Kristínu, eðalfólk sem við kynntumst á Spáni fyrr í mánuðinum. Þau voru þar með fjölskyldu Kristínar, okkur var boðið að líta inn í risahúsbíl..vá þetta var eins og íbúð, svefnherbergið var með flottu hjónarúmi m. náttborðum, vaskur í einu horni herbergisins ofl. Svefnherbergið mitt er ekki einu sinni svona flott ..híhí. Svo var baðherbergi í bílnum með sturtu, algjör lúxus. Okkur var svo boðið í kaffi og spjall, ferlega næs. Röltum svo um svæðið með Olla, veðrið var frábært, 18 stiga hiti og sól. Settumst í smá brekku og horfðum á skemmtiatriði fyrir börnin, ávaxtakörfuna og fleira. Fórum svo upp í bústað og aðeins í heita pottinn, Olli var óvanalega þreyttur og vildi svo bara fara að sofa. Birkir, Kistín og litla sæta stelpan þeirra hún Bryndís, komu svo í heimsókn. Bryndís sofnaði svo í fanginu á pabba sínum og var lögð inn í rúm, en við fullorðna fólkið sátum í stofunni og höfðum það huggulegt , drukkum kaffi og spjölluðum, voða gaman. Þau fóru um ellefuleytið, þá var Olli vaknaður og við ákváðum að grilla. Grilluðum svínakótilettur og pylsur, mmm rosalega gott.
Á sunnudagsmorguninn vorum við í afslöppun í heita pottinum en rétt upp úr hádegi komu Rakel mágkona, dröfn dóttir hennar og Einar í heimsókn. Á sama tíma komu Birkir , Kristín og börn. Þannig að það var nóg að gera í kaffi ,kökum og spjalli. Rakel kom með afganga af löppum og rækjusalati, það stendur svo sannarlega alltaf fyrir sínu!
Vorum komin heim um sexleytið á sunnudeginum, nennti ekki að elda svo "Nings" varð fyrir valinu. Frábær helgi í frábæru umhverfi í góðum félagsskap!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)